Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 195
198
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Staðarkirkju í Hrútafirði, kr. 20 þús.; til Knappsstaðakirkju í Stíflu, v.
fyrirhugaðs flutnings að Löngumýri, kr. 20 þús.; til endursmíði hússins frá
Holti í Skógum, kr. 20 þús.; til Kálfatjarnarkirkju, kr. 20 þús.
Afgangurinn var greiddur sem bein vinnulaun, svo sem fyrr segir, en alls
voru greiddar úr sjóðnum á árinu kr. 505 þús.
Húsafriðunarnefnd fór í ferð um Austurland í ágústmánuði og voru allir
nefndarmenn í ferðinni að Páli Lýðssyni undanskildum. Var flogið til Egils-
staða, þaðan farið til Seyðisfjarðar, að Galtastöðum og til Eskifjarðar. Voru
haldnir fundir með heimamönnum og þeim, er einkum hafa staðið að viðgerð-
um bygginga og varð ferðin hin árangursríkasta.
Þjóðhátíðarsjóður
Þjóðminjasafnið fékk í sinn hlut af úthlutunarfé Þjóðhátiðarsjóðs kr. 425
þús. og var fénu varið til eftirtalinna verkefna:
Til fornleifarannsókna á Stóruborg, kr. 150 þús.; til viðgerðar Grundar-
kirkju, kr. 120 þús.; til viðgerðar verzlunarhússins frá Vopnafirði, kr. 95
þús.; til viðgerðar bæjarins á Galtastöðum, kr. 30 þús.; til kopíeringar ljós-
myndaplatna, kr. 50 þús.; til prentunar á skrá vegna silfursýningarinnar, kr.
10 þús.; til heimildasöfnunar um líf í þorpum, kr. 20 þús.
Ásu Wright fyrirlestur
Bertil Almgren prófessor i Uppsölum hélt fyrirlestur á vegum minningar-
sjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright 2. október. Var hann haldinn í Norræna
húsinu og nefndist: Vikingars föregángare. Dvaldist Bertil síðan ásamt konu
sinni hér um vikutíma og ferðuðust þau m.a. um Suðurland og skoðuðu ýmsa
staði og fornminjar.
Safnmannafundur
Dagana 6.—11. september var haldinn fundur íslenzkra, færeyskra og
grænlenzkra safnmanna, sams konar og í Færeyjum árið áður. Voru þátttak-
endur 15 frá Færeyjum, 3 frá Grænlandi og um 15 frá íslandi. Fundurinn var
haldinn i Norræna húsinu og ræddar þar ýmsar hliðar safnamála svo og sam-
vinna safnanna í þessum löndum. Voru einkum ræddar sýningar, söfn og
skólar, útgáfur o.fl., en einnig var farið í tveggja daga ferð um Suðurland,
söfn skoðuð og farið um nágrenni Reykjavíkur. — Þessi fundur tókst með
ágætum og var áformað að reyna að hafa framhald slíkra funda síðar.
Norræni menningarmálasjóðurinn styrkti fund þennan eins og hinn fyrri.