Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 209
212
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Ásu Wright fyrirlestur
Charlotte Blindheim, fyrsti safnvörður við Universitetets Oldsaksamling í
Osló, flutti 6. fyrirlestur á vegum Minningarsjóðs Ásu Guðmundsdóttur
Wright í forsal Þjóðminjasafnsins 29. september. Nefndist hann Handelspro-
blemer i Norge i vikingetiden. Byttehandel eller organiserte transaksjoner.
Fyrirlesturinn var vel sóttur, en hann fjallaði einkum um rannsóknir höf-
undar í Kaupangi í Noregi, en þar kom margt í ljós, sem snertir verzlunarsögu
víkingaaldar. Charlotte Blindheim stanzaði hér í nokkra daga og ferðaðist um
nágrenni Reykjavíkur og kannaði gripi í Þjóðminjasafninu.
Húsafriðunarnefnd
Húsafriðunarnefnd hélt 8 fundi á árinu og urðu engar breytingar á skipan
nefndarmanna. Lilja Árnadóttir var ritari á fundum nefndarinnar eins og
áður.
Á árinu fengust eftirtalin hús friðuð: Mosfellskirkja í Grimsnesi, Saur-
bæjarkirkja á Rauðasandi, Auðkúlukirkja í Svínadal, Húsavíkurkirkja og
Gamla-búð á Eskifirði, öll í A-flokki.
Nefndin hafði margs konar afskipti af friðunarmálum og sá um eftirlit með
viðgerðum ýmissa húsa eins og áður. Meðal annars könnuðu nefndarmenn
aðgerðir í Alþingishúsinu, þar sem ráðizt hafði verið í miklar framkvæmdir
við loftræstikerfi, án þess að borið væri undir nefndina, sem bar að gera.
Úthlutunarfé úr Húsafriðunarsjóði nam kr. 981 þús. á árinu og var úthlut-
að í viðgerðarstyrki sem hér segir:
Benediktsenshús í Flatey ............................................. kr. 100 þús.
Innri-Njarðvíkurkirkja ................................................ ” 50 þús.
Norska húsið, Stykkishólmi ............................................ ” 50 þús.
Bankastræti 2, Reykjavík .............................................. ” 50 þús.
Hraungerði á Eyrarbakka ............................................... ” 20 þús.
Reynisnes í Skerjafirði ............................................... ” 20 þús.
Ögurkirkja............................................................. ” 30 þús.
Garðastræti 11A, Reykjavík ............................................ ” 30 þús.
Skólahús í Múlakoti, V.-Skaft.......................................... ” 20 þús.
Suðurgata 8, Reykjavík ................................................ ” 50 þús.
Faktorshús á ísafirði ................................................. ” 50 þús.
Kálfatjarnarkirkja .................................................... ” 30 þús.
Grjótagata 5, Reykjavík ............................................... ” 30 þús.
Aðalstræti 14, Akureyri................................................ ” 30 þús.
Staðarkirkja í Hrútafirði ............................................. ” 20 þús.
Byggðasafnið í Skógum, v. hússins frá Holti ........................... ” 10 þús.