Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 37
BYGGÐALEIFAR Á ÞÓRSMÖRK
41
12. mynd. Teiknaðir munir frá Þuríðarslöðum. Fig. 12. Drawn objects from Thurídarstadir.
17. Gulur líparítsteinn (Þjms. 5394c, mynd 12,3). Ferhyrndur, virðist mótaður. Lengd 2.65 sm,
breidd 1.5 sm, þykkt 0.6 sm.
18. Brýni (Þjms. 5395a, mynd 13,1), ferstrent. Brotið er af báðum endum. Úr ljósleitu flögu-
bergi, nokkuð eytt. Lengd 10.1 sm, breidd 1.3—1.6 sm, þykkt 0.95—1.2 sm.
19. Heinarbrýni (Þjms. 5395b, mynd 13,2), úr flögubergi, þunnt, með gati á öðrum endanum.
Lengd 6.9 sm, breidd 1.2—1.3 sm, þykkt 0.35—0.6 sm. Þvermál gats 0.3 sm.
20. Brýnisbrot (Þjms. 5395c, mynd 13,3), ferstrent, úr dökku flögubergi. Brotið er af báðum
endum og upp úr annarri hliðinni, rák eftir hinni endilangri. Lengd 5.0 sm, breidd 2.25 sm
mest, þykkt 1.35 sm.
21. Brýnisbrot (Þjms. 5395d, mynd 13,4), ferstrent, úr ljósleitu flögubergi. Lengd 4.8 sm,
breidd mest 1.0 sm.
22. Brýnisbrot (Þjms. 5395e, mynd 13,5), ferstrent, úr ljósleitu flögubergi. Lengd 5.1 sm.,
breidd mest 1.0 sm.
23. „Blýmet, flatur, aflangur ferstrendingur, bronsbútar reknir inn í báðar hliðar, 3.421 g“
(K.E., 1956, bls. 356).
Eftirtaldir munir fundust við rannsóknina 1980.
24. Tinnusteinn (Þjms. 2.9. 1981, mynd 12,4), dökkgrár. Lengd 3.2 sm, breidd 2.2 sm, þykkt
0.1—1.3 sm.
25. Jaspis (Þjms. 2.9. 1981, mynd 12,5), rauður, með kvartskristalli í. Lengd 2.1 sm, breidd 1.6
sm, þykkt 0.9 sm.