Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Side 157

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Side 157
160 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS bæði fyrr og síðar hefur orðið kyndilmessa þó verið nær allsráðandi. Ekki er með öllu ljóst, hvernig á því nafni stendur, en benda má á þrjú atriði: 1) hljóðlíkinguna við engilsaxnesku candel mœssan, en þaðan mun orðið hafa borist í íslensku einsog margt fleira í kirkjumáli, 2) ekki er víst, að á þessum tíma hafi verið glögg skil milli merkingar orðanna kyndill og kerti, 3) hugsanlegt er, að í nefndri skrúðgöngu utan kirkju hafi reynst ókleift að bera logandi kerti úti í norrænu þorraveðri og því verið notaðir kyndlar. í þessu sambandi má benda á Alþingissamþykkt um helgidagahald, líklega frá 1562, þar sem amast er við ýmsum katólskum helgidögum: ,,Hin þriðja Maríumessa, er hún bar hann í musterið, þá Símeon játaði hann sannan Guð og sannan mann, sem af fornri venju kallast kyndilmessa af þeim kyndlum, sem vér höfum borið á þann dag í höndum vorum, hvað verið hefur fölsk dýrkan og login dýrð.“54 Orðinu hreinsunarhátíð bregður þó einnig fyrir í trúarlegum ritum, og stundum er hún einungis nefnd Maríumessa.55 Einnig hefur fundist dæmi um heitið Ijósamessa, sem trúlega er til komið fyrir þýsk áhrif (Lichtmess).56 Munnmæli hafa verið á kreiki um þær leifar hins katólska siðar, að leitast hafi verið að ljóma bæinn upp með kertaljósum meir en ella á kyndilmessu. Og nú hefur fundist nokkuð öruggt dæmi um þá siðvenju að steypa eitt kerti öðrum stærra fyrir jólin, en kveikja ekki á því fyrr en á kyndilmessu og láta það þá standa á kvöldverðarborðinu. Þetta dæmi er frá 19. öld úr Staðarsveit.57 Eins og áður sagði hófst vetrarvertíð víðast á Suðurlandi fyrsta virkan dag eftir kyndilmessu eftir tímatalsbreytinguna árið 1700. En á kyndilmessudag sjálfan átti hver fiskimaður að vera kominn að sínum hó eða keip.58 Enn sterkari trú virðist hafa verið á kyndilmessu en Pálsmessu varðandi veðurfar og í samræmi við vísuna áðurnefndu. Af því er sagan um Bárð Ás- mundsson í Hólakoti i Eyjafirði, sem dó gamall skömmu eftir 1860. Hann trúði fast á þetta einsog margir fleiri og var alltaf að fara út á kyndilmessu að gá til veðurs. Einu sinni, þegar hann kom inn, var hann bæði hryggur og reið- ur, kvaðst hafa séð ,,einn bölvaðan sólskinsblett i Kerlingu.“59 En svo rammt kvað jafnvel að þessu, að sumir húsbændur breiddu fyrir glugga, ef sólin skein í heiði þennan dag, svo að sólarljósið gæti ekki skinið inn í híbýlin. Enda var sú trú til, að jafnlangt myndi snjóa inn í bæinn og sólin næði að skína i hann þennan dag. Samskonar trú þekktist á Bretlandseyjum.60 Þá eru einnig til sagnir um að húsbændur héldu hjúum sínum dálitla veislu, ef illviðri var á kyndilmessu, en hættu við, ef glaðnaði til. Skal sem dæmi þessa tekin saga eftir Vestfirðingi, sem fæddur var árið 1900:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.