Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 211
FRÁ FORNLEIFAFÉLAGINU
AÐALFUNDUR 1982
Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags var haldinn hinn 15. des. 1982 í Fornaldarsal Þjóð-
minjasafnsins og hófst kl. 8.40. Fundinn sátu um 35 manns.
Formaður félagsins, Hörður Ágústsson listmálari, setti fundinn og minntist fyrst þeirra
félagsmanna, sem látizt hafa síðan aðalfundur var siðast haldinn, og þá fyrst dr. Kristjáns Eld-
járn, formanns Hins íslenzka fornleifafélags. Aðrir félagsmenn, sem stjórninni er kunnugt um,
að látizt hafi frá síðasta aðalfundi eru:
Baldur Eyþórsson forstjóri.
Bjarni Þórðarson bæjarstjóri.
Brynjólfur Sveinsson menntaskólakennari.
Haraldur Pétursson húsvörður.
Helgi Tryggvason bókbindari.
Jóhannes Óli Sæmundsson bóksali.
Páll Pálsson húsasmíðameistari.
Pétur Sæmundsen bankastjóri.
Risu fundarmenn úr sætum í virðingarskyni við hina látnu félagsmenn.
Þá skýrði formaður frá þvi, að stjórnin hefði ráðið Ingu Láru Baldvinsdóttur B.A. til að rit-
stýra Árbók félagsins. Enn fremur greindi hann frá því, að út væri komið registur yfir árbækur
félagsins 1955—79 eftir Vilhjálm Einarsson. Þá hefði Hafsteinn Guðmundsson haldið áfram ljós-
prentun árbókanna af miklum myndarskap og væri nú lokið Ijósprentun þeirra til ársins 1915.
Þessu næst skýrði formaður frá því, að upp hefði komið í stjórn félagsins sú hugmynd að
stofna minningarsjóð um dr. Kristján Eldjárn, og væri stefnt að því að hrinda þeirri hugmynd í
framkvæmd snemma á næsta ári.
Að lokum gat hann þess, að ísafoldarprentsmiðja hefði í tilefni af 105 ára afmæli sínu gefið
félaginu 20.000 kr. til minningar um dr. Kristján Eldjárn og í þakklætisskyni fyrir ánægjuleg við-
skipti félagsins við prentsmiðjuna.
Þar næst las gjaldkeri reikninga félagsins 1981.
Þá gaf formaður orðið frjálst þeim, sem mál hefðu fram að bera. Sigurður Guðjónsson frá
Eyrarbakka kvaddi sér hljóðs og flutti hugvekju um landafundi íslendinga að fornu.
Loks flutti formaður erindi um tvo úthöggna dyrastafi frá Laufáskirkju og sýndi margar ljós-
myndir til skýringar. Taldi hann dyrastafina sem eru nú í fornaldarsal Þjóðminjasafns, trúlega
vera frá þvi um 1260 og ættu sér hliðstæður einkum i Þrándheimi í Noregi, en auk þess gætti
enskra áhrifa í útskurðinum. Þá sýndi hann uppdrætti af hinni fornu Laufáskirkju, eins og hann
taldi hana hafa litið út, með dyrastöfunum á sínum stað. Fundarmenn þökkuðu fyrirlesara fróð-
legt erindi með lófataki.