Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 207
210
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Til sjóminjasafnsins var aflað gamallar June-Munktell glóðarhausvélar úr
bátsflaki á Djúpavogi, sem Landhelgisgæzlan sá um að flytja, og þá hóf Pétur
G. Jónsson að gera upp Alfa bátsvél frá 1913, sem safnið hefur átt um nokk-
urt skeið og kom á sínum tíma frá Fiskifélaginu.
Til tæknisafns voru fengnar þrjár gamlar prentvélar úr prentsmiðjunni
Eddu, líklegast frá því um eða eftir 1930. Þá var keyptur Willys-jeppi, einn
hinna fyrstu, sem til landsins komu og nær óbreyttur frá fyrstu gerð sinni.
Myntsafn
Langt er síðan sú hugmynd kom upp að koma á laggirnar sameiginlegu
myntsafni Þjóðminjasafnsins og Seðlabanka íslands, opinberu íslenzku mynt-
safni. — í Þjóðminjasafni er til gamall og merkilegur stofn að myntsafni og
einnig minnispeningar, verðlaunapeningar, heiðurspeningar og heiðursmerki
auk seðla. Þá eru ýmis heiðursmerki þekktra íslendinga, svo sem Tryggva
Gunnarssonar og Þorvalds Thoroddsens.
Stofninn að þessu safni er frá tveimur dönskum bræðrum, Lund að nafni,
sem þeir gáfu fyrir aldamótin síðustu, mest forngrískar og rómverskar myntir.
Siðan hafa bætzt við einstakir peningar og heiðursmerki á sama hátt og aðrir
gripir hafa borizt safninu, en um skipulega myntsöfnun hefur aldrei verið að
ræða, enda hafa engin tök verið á að kaupa dýrar og fágætar myntir, sem
fyrir löngu eru eftirsóttir safngripir.
Seðlabankinn hefur komið upp vísi að mynt- og seðlasafni, enda er þar auð-
veldara um vik, þar sem bankinn fær sífellt send sýnishorn seðla og peninga
hvaðanæva úr heiminum.
Á vegum Seðlabankans hefur myntsafn Þjóðminjasafnsins verið skráð og
kannað, bæði peningar, seðlar, minnispeningar og merki ýmiss konar og ann-
að það, sem slíku sviði tilheyrir. Er áformað, að myntsafnið verði sýnt í hinu
nýja skjalasafni bankans við Einholt og mun bankinn sjá um reksturskostnað
og leggja safninu til starfskraft, enda hefur Þjóðminjasafnið lítil tök á slíku.
Hins vegar mun Þjóðminjasafnið áfram eiga sinn hlut í myntsafninu, allt það
sem það leggur til þess, og þyki síðar meir ástæða til að slíta samvinnu þessara
stofnana um myntsafnið getur Þjóðminjasafnið kallað aftur til sín allt það,
sem frá því er komið.
Þjóðminjasafnið mun þó ekki láta frá sér þær myntir, sem hafa sérstakt
fornfræðilegt gildi, svo sem forna, jarðfundna peninga, sem hafa mest sýn-
ingargildi meðal annarra forngripa. En síðar, er húsrými leyfir, mun verða
stefnt að því að koma upp myntsýningardeild í Þjóðminjasafninu, þar sem
sérstaklega verða sýndar íslenzkar myntir svo og það, sem einkum tengist pen-
ingamálum þjóðarinnar og minnis- og heiðurspeningum einstakra manna.