Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 203

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 203
206 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Þá voru sex ár liðin frá því viðir hennar voru fluttir þangað vestur, einu ári eftir að kirkjan var tekin ofan á Reykhólum. — Sr. Sigurður Pálsson vígslu- biskup vígði kirkjuna og var þar fjölmenni, prestar prófastsdæmisins og fyrr- verandi sóknarprestar, heimamenn og gestir og rúmaði hin litla kirkja hvergi nærri alla þá, sem til vígslunnar komu. — Endursmíð kirkjunnar tókst vel að lokum og sómir hún sér vel á hinu gamla kirkjustæði. Þjóðminjasafnið lánaði þangað aftur hina gömlu minningartöflu Björns Gíslasonar og Guðrúnar Eggertsdóttur, sem áður var i kirkjunni og nú er á ný höfð í altaristöflu stað, en taflan sem síðast var eyðilagðist við kirkjufokið 1973. Gunnar Guðmundsson bóndi á Skjaldvararfossi endurreisti kirkjuna að lokum með miklum ágætum. — Að vígsluathöfn lokinni buðu heimamenn til samkvæmis í Örlygshöfn og fluttu þar ávörp þjóðminjavörður og Hörður Ágústsson, sem yfirumsjón hafði með endurbyggingu kirkjunnar. í ferð sinni vestur skoðuðu þeir Hörður kirkjurnar á Hrauni í Keldudal, sem nú er í eyðisveit, Hrafnseyrarkirkju, Þingeyrarkirkju og Gufudalskirkju og gáfu sums staðar leiðbeiningar um viðgerðir. Hraunskirkju hefur Þjóðminjasafnið áhuga á að fá til varðveizlu og endur- reisa hana siðar meir inni í safnhúsinu þegar úr rætist með pláss þar. Mætti þannig sýna dæmigerða 19. aldar timburkirkju með öllum búnaði sínum. Heimamenn hafa mikinn hug á að láta gera við Hrafnseyrarkirkju, en þjóðarhneisa væri ef fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar félli úr tölu kirkju- staða. Nýlega hefur verið reist kapella inni í staðarhúsunum, sem gerir vissu- lega erfiðara fyrir um varðveizlu gömlu kirkjunnar. Gufudalskirkja er reist eftir teikningu Rögnvalds Ólafssonar. Hefur lítillega verið hafizt handa um viðgerð hennar, en betur þarf að gera svo viðunandi megi kallast. Á Grenjaðarstað var talsvert unnið að viðgerð gamla bæjarins, einkum í göngum. Einnig var nokkur aðgerð gerð í Glaumbæ. Jóhannes Arason frá Múla vann einn í Glaumbæ en á Grenjaðarstað vann hann með heimamönn- um. í Skaftafelli var gert við vestara fjárhúsið frá Bölta, sem stendur uppi í tún- inu rétt við veginn heim að Selinu og Hæðum. Ákveðið er að halda þessum húsum við og réttinni, sem hjá þeim er. Þá var endurbyggt eldhúsið vestan við Selsbæinn og notaðir til þess gömlu eldhúsviðirnir frá Hæðum, sem þar voru síðast í fjósinu. Gísli Gestsson fv. safnvörður hafði umsjón með þessum verkum, en Sigur- þór Skæringsson og Jóhann G. Guðnason önnuðust hleðslu- og bygg- ingarverk. Áður höfðu þau Gísli, Lilja Árnadóttir og Margrét Gísladóttir safnverðir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.