Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 55

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 55
ÞJÓÐHAGINN FRÁ HNAUSUM 59 Kistur Þar kom að leitin að smíðisgripum Ólafs Þórarinssonar leiddi mig inn á nýja braut. Þjóðhagi var sá einn sem lagði á allt gjörva hönd. Hlaut verka Ólafs ekki að sjá víðar stað en í veglegri koparsmíði? Kista Karls Sigurðssonar gaf mér fyrsta svarið. Föðurbróðir Karls, Davíð Ólafsson frá Efri-Steinsmýri (1877-1967) átti mikla mahóníkistu komna frá langfeðgum. Langafi Davíðs var Ólafur Þórarinsson. Við brottför Davíðs frá Steinsmýri 1947 fluttist kista hans til Margrétar Davíðsdóttur í Arnardrangi í Landbroti og eftir hana (1966) varð kistan eign Karls. Karl tilfærði þá fræðslu Sigurðar Sigurðssonar snikkara frá Eintúna- hálsi, dóttursonar Ólafs Þórarinssonar, að Ragnhildur móðursystir hans hefði átt kistu sem hcfði verið að öllu eins og kista Davíðs. Karl færði mig svo á fund kistunnar þar sem hún var varðveitt í húsi hans í Kópa- vogi. Mér er minnisstæð stundin er ég kraup að kistunni. Á framhlið hennar horfði við mikið skráarlauf úr kopar, stækkuð eftirmynd ennis- laufa af gerð EL III. Þar fór ekkert á milli mála, sami hlaut höfundurinn að vera og hvað lá þá beinna við en álíta að hann hefði einnig smíðað kistuna. Kistan er smíðuð úr heilum og fremur þunnum mahóníborðum, án efa úr miklu fírkantstré sem rekið hefur á Meðallandsfjörur. Hún er geirnegld í samsetningum, strikuð á brúnum og við botn, hefur verið með tveimur handröðum. Lykill og skrá voru horfin í glatkistuna. Lengd kistunnar er 1,31 m, breidd 50 cm, hæð 58 cm. Skráarlaufið 11,3x8,6 cm, lijartalaga. Flest styður það að sami maður hafi smíðað kistuna og laufið. Smíðaárið kynni að hafa verið 1825 en þá giftist Ólaf- ur sonur Seglbúðabónda Guðríði Björnsdóttur frá Efri—Steinsmýri. Kistan er veglegt hagleiksvcrk. Nú hófst leit mín að jafningjum þessarar kistu. Sigurður snikkari hafði tilnefnt tvær, Þorlákur Stefánsson í Arnardrangi hefur heyrt að þrjár jafngóðar mahóníkistur hefðu verið til í eigu niðja Ólafs Þórarins- sonar. Af riti Björns Magnússonar prófessors Vestur—Skaftfellingar I—IV varð ég þess vísari að Ragnhildur Ólafsdóttir hafði dáið ógift í Hörgsdal árið 1862. Ekki kunni Bjarni Bjarnason bóndi í Hörgsdal neitt að segja mér frá kistu hennar, enda vísast að hún hefði lent hjá erfingjum. Næst lá þá fyrir að leita fanga hjá Guðjóni Ólafssyni á Blómsturvöllum. Amma hans, Elín Bjarnadóttir, var dóttir Rannveigar Ólafsdóttur frá Seglbúðum og hvað var líklegra en faðir Ilannveigar liefði gcrt hana úr garði með góðri fatakistu. Rannveig (f. 1803) átti Bjarna Bjarnason á Keldunúpi. Elín dóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.