Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Síða 55
ÞJÓÐHAGINN FRÁ HNAUSUM
59
Kistur
Þar kom að leitin að smíðisgripum Ólafs Þórarinssonar leiddi mig
inn á nýja braut. Þjóðhagi var sá einn sem lagði á allt gjörva hönd.
Hlaut verka Ólafs ekki að sjá víðar stað en í veglegri koparsmíði? Kista
Karls Sigurðssonar gaf mér fyrsta svarið. Föðurbróðir Karls, Davíð
Ólafsson frá Efri-Steinsmýri (1877-1967) átti mikla mahóníkistu komna
frá langfeðgum. Langafi Davíðs var Ólafur Þórarinsson. Við brottför
Davíðs frá Steinsmýri 1947 fluttist kista hans til Margrétar
Davíðsdóttur í Arnardrangi í Landbroti og eftir hana (1966) varð kistan
eign Karls.
Karl tilfærði þá fræðslu Sigurðar Sigurðssonar snikkara frá Eintúna-
hálsi, dóttursonar Ólafs Þórarinssonar, að Ragnhildur móðursystir hans
hefði átt kistu sem hcfði verið að öllu eins og kista Davíðs. Karl færði
mig svo á fund kistunnar þar sem hún var varðveitt í húsi hans í Kópa-
vogi. Mér er minnisstæð stundin er ég kraup að kistunni. Á framhlið
hennar horfði við mikið skráarlauf úr kopar, stækkuð eftirmynd ennis-
laufa af gerð EL III. Þar fór ekkert á milli mála, sami hlaut höfundurinn
að vera og hvað lá þá beinna við en álíta að hann hefði einnig smíðað
kistuna.
Kistan er smíðuð úr heilum og fremur þunnum mahóníborðum, án
efa úr miklu fírkantstré sem rekið hefur á Meðallandsfjörur. Hún er
geirnegld í samsetningum, strikuð á brúnum og við botn, hefur verið
með tveimur handröðum. Lykill og skrá voru horfin í glatkistuna.
Lengd kistunnar er 1,31 m, breidd 50 cm, hæð 58 cm. Skráarlaufið
11,3x8,6 cm, lijartalaga. Flest styður það að sami maður hafi smíðað
kistuna og laufið. Smíðaárið kynni að hafa verið 1825 en þá giftist Ólaf-
ur sonur Seglbúðabónda Guðríði Björnsdóttur frá Efri—Steinsmýri.
Kistan er veglegt hagleiksvcrk.
Nú hófst leit mín að jafningjum þessarar kistu. Sigurður snikkari
hafði tilnefnt tvær, Þorlákur Stefánsson í Arnardrangi hefur heyrt að
þrjár jafngóðar mahóníkistur hefðu verið til í eigu niðja Ólafs Þórarins-
sonar. Af riti Björns Magnússonar prófessors Vestur—Skaftfellingar I—IV
varð ég þess vísari að Ragnhildur Ólafsdóttir hafði dáið ógift í Hörgsdal
árið 1862. Ekki kunni Bjarni Bjarnason bóndi í Hörgsdal neitt að segja
mér frá kistu hennar, enda vísast að hún hefði lent hjá erfingjum. Næst
lá þá fyrir að leita fanga hjá Guðjóni Ólafssyni á Blómsturvöllum.
Amma hans, Elín Bjarnadóttir, var dóttir Rannveigar Ólafsdóttur frá
Seglbúðum og hvað var líklegra en faðir Ilannveigar liefði gcrt hana úr
garði með góðri fatakistu.
Rannveig (f. 1803) átti Bjarna Bjarnason á Keldunúpi. Elín dóttir