Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 5
ÞJÓÐMINJALÖG
9
kirkna, en tryggilega skal gengið frá varðveislu þeirra og þeir tryggðir
eftir því sem safnstjórn ákveður.
11. gr.
Ekki má nota myndir af gripum safnanna sem vörumerki eða í aug-
lýsingarskyni og ekki heldur gera af þeim myndir eða eftirlíkingar nema
með leyfi þjóðminjavarðar, safnstjóra eða viðkomandi minjavarðar.
12. gr.
Á hverju minjasvæði, sbr. 4. gr., skal starfa minjaráð sem skipað er
fulltrúum úr stjórnum allra viðurkenndra byggðasafna á svæðinu ásamt
minjaverði. Hlutverk þess er að fjalla um og samhæfa starfsemi safn-
anna. Forstöðumenn byggðasafnanna eiga rétt til setu á fundum minja-
ráðs.
13. gr.
Nú vill stjórn byggðasafns afla sér húsnæðis fyrir safnið, hvort heldur
með kaupum eða nýsmíði, og á hún þá kost á að fá styrk til þess úr
ríkissjóði, allt að einum þriðja hluta kostnaðar, eftir því sem fé kann að
vera veitt til þess á fjárlögum, enda samþykki þjóðminjaráð húsnæðið
og stofnkostnað.
Framlag ríkissjóðs skal bundið vísitölu byggingarkostnaðar og innt af
hendi samkvæmt sérstökum samningi og greiðsluáætlun sem safnstjórn
gerir við menntamálaráðuneyti og Qármálaráðuneyti áður en fram-
kvæmdir hefjast.
Laun forstöðumanns byggðasafns, miðuð við starfsskyldu hans og
starfstíma og samþykkt af þjóðminjaráði, skulu greidd að hálfu úr ríkis-
sjóði.
14. gr.
Byggðasöfn senda minjaverði viðkomandi svæðis árlega starfsskýrslu
sína ásamt ársreikningi og fjárhags- og framkvæmdaáætlun næsta árs.
Minjavörður leggur gögn þessi fyrir þjóðminjaráð ásamt umsögn sinni.
Útdrátt úr ársskýrslum byggðasafna skal birta í ársskýrslu þjóðminja-
ráðs.
15. gr.
Nú telur þjóðminjavörður að byggðasafni, sem lilýtur ríkisstyrk, sé
hætta búin sökum vanhirðu eða af öðrum orsökum og ekki hefur feng-
ist úr bætt þrátt fyrir endurteknar áskoranir og getur þá menntamála-