Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Qupperneq 6
10
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ráðherra svipt saf'nið ríkisstyrk. Lendi safnið í óhirðu getur þjóðminja-
vörður að fengnu samþykki menntamálaráðherra ráðstafað gripum
safnsins til varðveislu í Þjóðminjasafni íslands eða öðru byggðasafni.
III. KAFLI
Fornminjar.
A. Fornleifar.
16. gr.
Til fornleifa teljast hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra
staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á, svo sem:
a. byggðaleifar, bæjarstæði og bæjarleifar ásamt tilheyrandi mannvirkj-
um, húsaleifar hvers kyns, svo sem kirkna, bænahúsa, klaustra og
búða, leifar af verbúðum, naustum, verslunarstöðum og byggða-
leifar í hellum og skútum;
b. vinnustaðir þar sem aflað var fanga, svo sem leifar af seljum, ver-
stöðvum, bólum, mógröfum, kolagröfum og rauðablæstri;
c. gömul tún- og akurgerði, áveitumannvirki og leifar eftir veiðar til
sjávar og sveita;
d. gamlir vegir, stíflur, brýr, vatnsvöð, varir, hafnir og bátalægi,
slippir, ferjustaðir, kláfar, vörður og vitar og önnur vega- og sigl-
ingamerki ásamt kennileitum þeirra;
e. virki og skansar og önnur varnarmannvirki;
f. gamlir þingstaðir, meintir hörgar, hof og vé, brunnar, uppsprettur,
álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum,
þjóðtrú eða þjóðsagnahefð;
g. áletranir, myndir eða önnur verksummerki af manna völdum í
hellum eða skútum, á klettum, klöppum eða jarðföstum steinum;
h. haugar, dysjar og aðrir greftrunarstaðir úr heiðnum eða kristnum
sið;
i. skipsflök eða hlutar úr þeim.
Að jafnaði skal telja minjar 100 ára og eldri til fornleifa, en heimilt er
þó að friðlýsa yngri minjar, sbr. 17. gr.
17. gr.
Fornleifadeild lætur, eftir föngum, skrá allar þekktar fornleifar og
gefur út skrá um friðlýstar fornleifar og skal hún endurskoðuð á þriggja
ára fresti. Skylt er að fornleifaskráning fari fram á skipulagsskyldum
svæðum áður cn gengið er frá skipulagi eða endurskoðun þess. Forn-