Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 7
ÞJÓÐMINJALÖG
11
lcifadeild ákveður í samráði við fornleifanefnd hvaða fornleifar skulu
friðaðar. Friðlýsingu fornleifa skal birta í Stjórnartíðindum og staðurinn
tilgreindur svo nákvæmlega sem unnt er á korti eða á annan hátt. Auð-
kenna skal friðlýstar minjar eða minjasvæði með sérstökum merkjum.
Friðaðar fornleifar teljast þjóðminjar, sbr. 7. gr. Tilkynna skal landeig-
anda og ábúanda með sannanlegum hætti um friðunina.
Friðun fornleifa skal þinglýsa sem kvöð á landareign þá sem í hlut á.
Peim minjum sem friðlýstar eru skal fylgja 20 m friðhelgað svæði út frá
ystu sýnilegum mörkum fornleifa og umhverfis nema kveðið sé á um
annað. Um stærra svæði skal leita samþykkis landeiganda. Friðlýstar
fornleifar skulu færðar á skipulagskort.
Fornleifar, sem friðlýstar hafa verið samkvæmt eldri lögum, skulu
njóta friðunar áfram.
18. gr.
Fornleifum má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi né nokkur annar,
spilla, granda né breyta, ekki heldur hylja þær, laga né aflaga né úr stað
flytja nema leyfi fornleifanefndar komi til.
Við allar meiri háttar framkvæmdir, sem hætt er við að spilli fornleif-
um, skal sá, sem fyrir þeim stendur, bera kostnað af nauðsynlegum
fornleifarannsóknum sem framkvæma þarf áður en framkvæmdir
hefjast. Setja skal nánari ákvæði í reglugerð.
19. gr.
Skylt er landeiganda og ábúanda að gera fornleifadeild eða fornleifa-
verði viðvart ef fornleifar liggja undir spjöllum af völdum náttúrunnar
eða þeim er spillt af manna völdum. Fornleifadeild, eða fornleifavörður
í samráði við hana, ákveður þá hvaða ráðstafanir skuli gera til verndar
fornleifunum.
20. gr.
Nú finnast fornleifar sem áður voru ókunnar og skal finnandi þá
skýra fornleifadeild eða fornleifaverði frá fundinum svo fljótt sem unnt
er. Sama skylda hvílir á landeiganda og ábúanda er þeir fá vitneskju um
fundinn. Ef fornleifar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir
því stendur stöðva framkvæmd uns fenginn er úrskurður fornleifa-
nefndar um hvort verki megi fram halda og með hvaða skilmálum.
21. gr.
Nú telur landeigandi, ábúandi eða einhver annar, þar á meðal sá sem
stjórnar opinberum framkvæmdum, svo sem vegagerð, að hann þurfi