Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 8
12
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
að gera jarðrask er haggar við fornleifum og skal hann þá skýra þjóð-
minjaverði eða fornleifaverði frá því áður en hafist er handa um verkið.
Lýst skal nákvæmlega breytingum þeim er af framkvæmd muni leiða.
Fornleifavörður í samráði við fornleifadeild ákveður hvort eða hvenær
framkvæmd megi hefja og með hvaða skilmálum.
Við allar meiri háttar framkvæmdir, svo sem vegagerð, virkjanafram-
kvæmdir, flugvallargerð og veitulagnir, skal sá sem fyrir þeim stendur
bera kostnað af nauðsynlegum rannsóknum.
Setja skal í reglugerð nánari ákvæði um efni þessarar greinar.
22. gr.
Fornleifanefnd fer með yfirstjórn rannsókna á fornleifum í landinu.
Þegar nefndin veitir leyfi til stað- og tímabundinna rannsókna skal þess
gætt að stjórnandi þeirra hafi tilskilda menntun í fornleifafræði. Skal
leyfi vera skriflegt hverju sinni og sá, sem slíkt leyfi fær, hlíta þeim
reglum sem fornleifanefnd og fornleifavörður svæðisins setja þar að lút-
andi, svo sem um skil á rannsóknarskýrslunr og birtingu þeirra, og urn
skil á gripum sem finnast við rannsóknina. Rannsóknir útlendinga skulu
vera undir yfirumsjón fornleifadeildar Þjóðminjasafns og fornleifavarðar
viðkomandi svæðis. Beina skal til fornleifanefndar öllum rannsóknar-
beiðnum útlendinga er varða fornleifar á einhvern hátt, þar á meðal
þeim sem einnig er skylt að beina til vísindaráðs samkvæmt lögum nr.
48/1987.
23. gr.
Fornleifadeild eða fornleifaverðir hafa rétt til að rannsaka fornleifar
með greftri eða á annan hátt og gera það sem þarf til verndar fornleif-
um, viðhalds eða endurbóta, en gera skal landeiganda eða ábúanda við-
vart um það áður.
24. gr.
Óheimil er öðrum en starfsmönnum þjóðminjavörslunnar notkun
málmleitartækja eða annars tækjabúnaðar við leit að forngripum í jörðu
nema með sérstöku leyfi þjóðminjavarðar.
25. gr.
Skylt er að viðhalda á kostnað ríkissjóðs friðuðum fornleifum.
B. Forngripir.
26. gr.
Forngripir eru lausar fornminjar, einstakir hlutir, 100 ára og eldri.
Þegar forngripir finnast sem liggja eða legið hafa í jörðu skal finnandi