Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Síða 11
ÞJÓÐMINJALÖG
15
í húsfriðunarnefnd eiga sæti fimm menn. Menntamálaráðherra skipar
fjóra menn til fimm ára í senn, tvo samkvæmt tilnefningu þjóðminja-
ráðs, einn samkvæmt tilnefningu Arkitektafélags íslands og einn sanr-
kvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga, en auk þeirra á
þjóðminjavörður sæti í nefndinni. Menntamálaráðherra skipar formann
úr hópi nefndarmanna.
Hlutverk húsafriðunarnefndar ríkisins er að stuðla að varðveislu
byggingararfs þjóðarinnar í umboði þjóðminjaráðs, að nreta hvaða hús
sé ráðlegt að friða hverju sinni og gera um það tillögur til ráðherra.
Nefndin skal hafa samráð við minjavörð þegar fjallað er um hús eða
mannvirki á því svæði sem hann hefur umsjón með. Einnig úthlutar
húsafriðunarnefnd ríkisins styrkjunr úr húsafriðunarsjóði.
36. gr.
Öll hús, sem reist eru fyrir 1850, skulu vera friðuð, svo og allar
kirkjur reistar fyrir 1918.
Skylt er eigendum húsa, sem reist eru fyrir árið 1900, að tilkynna
minjavörðum og húsafriðunarnefnd ríkisins með góðum fyrirvara ef
þeir hyggjast breyta húsi sínu, flytja það eða rífa.
Húsafriðunarnefnd skal innan þriggja vikna tilkynna viðkomandi
aðilum livort hún telur ástæðu til friðunar.
Byggingarfulltrúum ber að fylgjast með því að eigendur húsa, sem
íjallað er um í þessari grein, sinni tilkynningarskyldu sinni.
37. gr.
Ákvörðun um friðlýsingu skal tilkynna húseiganda, öðrum þeim sem
eiga þinglesin réttindi yfir eigninni, svo og hlutaðeigandi lögreglustjóra,
bæjar- eða sveitarstjórn og byggingarnefnd. Greina skal í tilkynningu
um það til hvers friðunin nær.
Þinglýsa skal friðun sem kvöð á fasteign sem í lilut á og skal auglýst
í Stjórnartíðindum um hverja friðlýsingu. Þinglýsingardómari skal til-
kynna húsafriðunarnefnd ef þinglesin eru eigendaskipti að friðaðri hús-
eign.
Heimilt er að fella niður fasteignagjöld af friðuðum húsum.
38. gr.
Telji húsafriðunarnefnd ríkisins hættu á að hús, sem hefur menning-
arsögulegt eða listrænt gildi en hefur þó ekki verið friðað, verði rifið
eða gildi þess rýrt á nokkurn hátt getur hún ákveðið skyndifriðun við-
komandi húss.