Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 12
16
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Skyndifriðun tekur gildi þegar húsafriðunarnefnd ríkisins hefur til-
kynnt nieð tryggilegum hætti öllum hlutaðeigandi aðilum, sbr. 37. gr.,
um ákvörðun sína og gildir hún í tvær vikur. Skyndifriðun þarf ekki að
þinglýsa.
Á meðan skyndifriðun stendur yfir gilda að öðru leyti allar reglur
venjulegrar friðunar.
Menntamálaráðherra ákveður að fengnum tillögum húsafriðunar-
nefndar ríkisins hvort friða skuli viðkomandi hús áður en skyndifriðun
lýkur.
39. gr.
Óheimilt er að gera nokkrar breytingar á friðaðri húseign án leyfis
húsafriðunarnefndar ríkisins.
Við endurbætur og viðhald friðaðra fasteigna skal leitað álits og sam-
þykkis húsafriðunarnefndar ríkisins. Leyfi nefndarinnar þarf til að setja
skilti eða aðrar áletranir á friðuð hús.
Vilji eigandi friðaðrar eignar ráðast í framkvæmd, sem leyfi þarf til
skv. 1. mgr., skal hann þá í umsókn sinni til húsafriðunarnefndar ríkis-
ins lýsa nákvæmlega hinum fyrirhuguðu framkvæmdum og láta upp-
drátt fylgja. Nefndin skal svo fljótt sem við verður komið, og í síðasta
lagi innan þriggja vikna, gera eiganda grein fyrir afstöðu sinni. Setji
nefndin það skilyrði fyrir samþykki sínu að verk sé framkvæmt með til-
teknum hætti öðrum en þeim sem í umsókn greinir er eiganda skylt að
hlíta því. Skal eigandi fá greiddan aukakostnað sem af fyrirmælum
nefndarinnar leiðir.
40. gr.
Ef breytingar hafa verið gerðar á friðuðu húsi án leyfis húsafriðunar-
nefndar getur hún lagt fyrir eiganda að færa húsið í hið fyrra horf innan
hæfilegra tímamarka. Nú sinnir eigandi ekki fyrirmælum nefndarinnar
og getur hún þá, að fengnu sanrþykki menntamálaráðherra, látið fram-
kvæma verkið á kostnað eiganda.
41. gr.
Ef vanrækt er viðhald friðlýsts húss getur húsafriðunarnefnd lagt fyrir
eiganda að gera umbætur innan hæfilegs frests. Nú líður frestur án þess
að úr sé bætt og getur þá húsafriðunarnefnd, að fengnu samþykki
menntamálaráðherra, látið framkvæma verkið á kostnað eiganda.
42. gr.
Nú verður friðuð eign fyrir spjöllum af eldi eða öðrum ástæðum og
skal eigandi eða afnotahafi þá gera húsafriðunarnefnd viðvart um það