Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 14
18
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
menningarsögulegt eða listrænt gildi. Sjóðnum ber að stuðla að bygg-
ingarsögulegum rannsóknum og útgáfu rita um þær.
48. gr.
Húsafriðunarnefnd stjórnar húsafriðunarsjóði og ákveður styrki úr
honum samkvæmt sérstakri reglugerð sem menntamálaráðuneytið setur
um sjóðinn. Skal þar m.a. kveðið á um skyldur þeirra sem fjárframlög
fá úr sjóðnum. Slík framlög eru undanþegin tekjuskatti.
49. gr.
Útgjöld vegna starfsemi húsafriðunarnefndar, þar á meðal þóknun til
nefndarmanna eftir ákvörðun ráðherra, greiðist úr ríkissjóði.
VI. KAFLI
Almenn ákvœði.
50. gr.
Hver sá, sem fyrir fjártjóni verður vegna framkvæmda á ákvæðum
III. eða V. kafla laga þessara, á rétt til skaðabóta úr ríkissjóði. Ef sam-
komulag næst ekki um bætur skulu þær ákveðnar eftir reglum laga um
eignarnám.
51. gr.
Ekki ber að greiða stimpilgjöld eða þinglýsingargjöld af skjölum sem
út eru gefin vegna framkvæmda á lögum þessum.
52. gr.
Brot gegn ákvæðum 18.-22. gr., 24. gr., 1. mgr. 26. gr., 28. gr., 30.
gr., 2. mgr. 36. gr., 39. gr., 42 gr., og 44. gr., varðar sektum til ríkis-
sjóðs nema þyngri refsing liggi við broti skv. 177. gr. almennra hegn-
ingarlaga, nr. 19 12. febrúar 1940.
53. gr.
Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laganna
í heild eða einstakra kafla þeirra.
54. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1990.
Með lögum þessum eru úr gildi numin lög nr. 52 1969, þjóðminja-
lög, og lög nr. 42 1975, um breytingu á þjóðminjalögum.