Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 17
VETURLIÐI ÓSKARSSON
„að mála upp Á TRÉ“
í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1973, bls. 5-17, birtist grein eftir
Ólaf Halldórsson, sem hann nefndi ’Líkneskjusmíðf Þar gefur hann út
kafla úr handritinu AM 194 8°, bl. 51v.5-52r. Handritið er frá lokum
14. aldar og skrifarinn er líklega Ólafur prestur Ormsson á Geirröðar-
eyri, nú Narfeyri við Álftafjörð, Snæf. Þennan texta hafði Kristian Kál-
und áður birt í Alfræði íslenzk I árið 1908. Skriftin er víða svo máð, að
Kálund gat ekki ráðið í textann að öllu leyti; Ólafur hefur hins vegar
stuðst við ljósmyndir teknar í útfjólubláu ljósi og því greint flest það
sem áður varð ekki lesið. Efnið er lýsing á því hvernig skal mála og
skreyta líkneski, altarisbrík eða altaristöflu. Lýsingin heldur áfram á bl.
52v, síðustu bls. handritsins, sem nú er svo að segja ólæsileg og hefur
Ólafi ekki tekist að ráða frekar í hana. Textinn hefur etv. verið enn
lengri í upphafi, en nú eru aðeins 50 línur varðveittar í handritinu. Þótt
textinn sé stuttur, þá er efnið þeim mun merkilegra, þar eð lýsingar á
handverki eru fátíðar í gömlum ritum. Eins og Ólafur bendir á, þá á
lýsingin að einhverju leyti rætur að rekja til De Diuersis Artibus (DDA),
sem er þýskt rit um listir og handíðir, skrifað að því talið er um 1110—
1140.1
Svo vel vill til, að lýsingu á þessu handverki er einnig að finna í syrpu
séra Gottskálks Jónssonar (u.þ.b. 1524-1590), prests í Glaumbæ í
Skagafirði. Syrpa þessi, sem höfundur sjálfur nefnir Sópuð eða Dægra-
styttingu, er pappírshandrit á 77 blöðum þar sem ægir saman efni af öllu
tagi, sem sumt er hvergi annars staðar að finna. Ritið, sem Gottskálk
skrifaði að mestu eða öllu leyti á árunum 1543-1569, er nú geymt í
British Library undir númerinu Add. 11242.2 Á bl. 41 v er sagt frá
aðferð við að mála á tré, og því næst að gera gullstaf eða leggja gull;
textinn nær hér yfir u.þ.b. hálfa síðu. Á bl. 51v er svo stuttur texta-
bútur sem einnig fjallar um að leggja gull. Þessi brot eru birt hér á eftir,
en þau hafa ekki verið prentuð áður.