Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Side 22
26
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
4ÍV.2 ’klart1 „hreint, hreinsað", lat. ’clarus*. Hér virðist ’lát vera
klárt1 vera notað yfir hið sarna og þegar í AM 194 8° er talað um að
’gera af trenu sem þu villt ok þurka aaður seni bezst‘ (AM 194 8°,
51 v. 16—17). Benda má á sambærilega notkun orðsins, í öðru samhengi
þó, í D/ VIII (1508), bls. 250: „hofvm wer dispenserad med þeim vm
þcirra hionaband oc klarad þav og hreinsad af þeirri hindran“, sbr. líka
dæmi eins og „ef vedr er klart“ (Alfr. III, bls. 78; úr AM 696 II 4°, 15.
öld). f Rémundarsögu (Broberg 1909—12), bls. 309 segir: „Lét hann nú
ryðja borgina ok reka í burt heiðit fólk“, en í pappírshandriti af þessari
sögu frá 17. öld. stendur „klára“ í stað „ryðja" (AM 125 8°, frá 1652-53).3
41v.4 ’bleika* er vafalaust hið sama og ’bleikja1 í AM 194 8°, en það er
hvítur leir, eða einskonar gifs eða krít.4 Hér ætti etv. að gera ráð fyrir að
j-ið hafi fallið brott, sbr. þó Hkr. II bls. 60: „kross lét hann ok draga í enni
á ollum hjálmum með bleiku"; StOH, bls. 90, hefur hins vegar „bleikio“
á samsvarandi stað í Ólafs sögu.
41 v.5, 41 v.8 og 41v.l5 ’rnel* er boðháttur sagnarinnar ’melja1, sem er
heldur fátíð, en dæmi eru þó í Lægeb. (AM 434 a 12°, frá u.þ.b. 1500) bls.
24: „tac skurnir ... ok mel ... “, sbr. bls. 13 og 25 í sömu bók.5
41 v.7 ’pulment’6 er skýrt í næstu línu sem ’einn brúnn-rauður steinn‘,
sem ber að skilja sem „rauðbrúnn litur“.7 Þetta er eina dæmið sem mér
er kunnugt um í íslensku, og þá merkingu sem það hefur hér er hvergi
að finna annars staðar. í fornnorsku biblíuþýðingunni Stjórn, I. Móse-
bók 27, 17, bls. 165, hef ég rekist á hreina latneska mynd, ’pulmentum1,
sem þýtt er sem ’ljúffengur réttur1 í nýjum biblíuþýðingum.8 í ensku er
til ’pulment1 í merkingunni „(grautar)bakstur, mauk“ (’poultice1) og er
dæmi um það í OED (bls. 1582) frá 1599: „Take pulverisatede Chalcke,
put therto Vinegar, and make therof a pulmente, spreade it on a cloth
and apply it theron“, og „Boyle Oatenmeale in Vinegar, till that resemble
a thicke pulmente, or pappe, and applye this theron“. í ítölsku er til
’pulimento1 í merkingunni ’fágun, gljáun* og samsvarandi sögn, ’puli-
mentare1. Engin þessara dæma varpa ljósi á notkun Gottskálks á orðinu.
Það er ekki að finna í DDA og frekari leit í orðabókum hefur ekki borið
árangur. - Sé textinn hins vegar einfaldlega afbakaður hér, væri einn
kostur að í forriti hafi staðið ’pumex' eða einhver skyld mynd þess orðs
(væntanlega stytt á einhvern hátt), en ’pumex' merkir einmitt ’vikur-
steinn', sem gjarnan er dumbrauður að lit. Orðið ’pumex' er hins vegar
með öllu óþekkt í íslensku, og verður þessi skýring því heldur lítilvæg.
41v.l0 ’brvniertann' og 41v.l5 ’bruniertam* (’m‘ væntanlega misritun
fyrir ’nn‘) ásamt so. 41v.l0 og 41v.l5 ’brunera1, 51v.26 ’brvnera* og
41v.ll ’bvnera1 (vafalaust skrifaravilla fyrir ’brvnera'). ’Brun(i)er-’ er af