Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Síða 23
AÐ MÁLA UPP Á TRÉ
27
germönskum stofni (samstofna orðinu ’brúnn1 í íslensku); merkingin
„fága, gljáfægja; dekkja" er hins vegar upprunnin í rómönskum málum,
sem hafa þegið þennan stofn að láni (fr. brunir, ít. brunire) og mun
hann þaðan aftur kominn inn í miðlágþýsku, ’brunéren1, og úr henni í
skandinavísk mál.9 Athyglisvert er að ’-tann‘ er óhljóðverpt og hefur
eflaust verið það í forriti Gottskálks; mælir það með skandinavískum
eða þýskum uppruna textans.
41v.l2 ’fargan1, „litur“ eða „litun“, er austurnorræn mynd10 (sæ.
’fárge1, fda. ’farge'; einnig í no. ’farga1), af sama stofni og so. ’farfa1
sem þekkist í nútímamáli. Báðar orðmyndir munu eiga rætur að rekja
til lágþýsku, ’farbe*, og er hin síðarnefnda komin inn í íslensku líkast til
í gegnum dö. ’farve'. í ísl. er ’fargan* yfirleitt í hvk., sbr. Alfr. 111, bls.
34 „hann skal hafa vænt andlit, liost med hvijtt fargan“ og D/ VII, bls.
199 „sancte Anne likneske med jslendzkt fargan", en í kk. er til hliðar-
myndin ’fargi', sbr. „dreif aa gullfarga s[em] þynst“ í útg. Ólafs Halldórs-
sonar á Líkneskjusmíð, bls. 8.
41v,14 ’verniza1, í nútímamáli ’fernisera1. Orðið mun upphaflega vera
dregið af nafni borgarinnar Berenike í Egyptalandi. Það sem nú er
kallað ’fernisolía1 á íslensku hafði í nriðaldalatínu formið ’veronix1 eða
’vernition' (eða ’vernicium111), sbr. fr. ’vernis1 og ít. ’vernice1. - Önnur
dæmi sem ég þekki úr eldra máli eru öll rituð með ’ve‘ eða ’ue‘ (D/
VII:740, D/ VIII:264, D/ IX:192, DI IX:307, öll frá fyrsta fjórðungi 16.
aldar, og í D/ XV:421, frá 1570). Framburðurinn með f er kominn inn
í Norðurlandamálin um miðlágþýsku, í íslensku eflaust úr dönsku; elsta
dæmi um ritháttinn „fernis-“ er frá 1748 (’ferniseraður1).
41v.l5 ’meniu1 „menju“, er hið sama og ’monje1 í dö., þangað komið
um lágþýsku ’meni(g)e‘ eða ’minie* úr latínu ’minium‘ „fagurrautt,
sinnóberrautt", sbr. ’miniatura* „málaður upphafsstafur; smámynd“ <
’miniare' „að skrifa, teikna“. íslenska myndin bendir þó til að orðið geti
verið komið inn í íslensku úr öðru máli en dönsku. — Elsta dæmi sem
mér er kunnugt, er frá 15. öld (AM 685 d 4°, Alfr. III, bls. 74).
41v.l6 ’æger*. Skr. ’æg‘ með er/ir styttingarmerki (’). Ekki hefur mér
tekist að finna út hvaða orð þarna er á ferðinni, en skv. textanum virðist
þarna vera um að ræða e.k. bindiefni eða lím.12
41v.l7 ’pinnzil1, ísl. „pensill“; mlat. ’pincellum1,13 komið úr lat.
’penicillus1 < ’peniculus'. Sbr. mlþ. ’pinsef. Orðið er fágætt og tiltölu-
lega ungt í málinu, eina dæmið um það í seðlasafni Árnasafns í Kaup-
mannahöfn er úr AM 194 8°.
51v.24 ’slattu gull': Hér er etv. vafamál hvort gera skuli ráð fyrir
boðhætti af sögninni ’að slá‘, eða samsetningunni ’sláttu-gull‘. Boðhátt-