Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 26
30
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
margt endurtekning á fyrri lýsingunni á gyllingu. Línurnar þrjár á bl.
51 v um að gullleggja eru nánast framhald hér af.
í textunum er sömu atriðum oft lýst á svolítið mismunandi hátt og
misnákvæmlega. Þeir styðja því hvor annan og skiljast í hcild betur
þegar þeir eru bornir saman heldur en hvor fyrir sig. T.d. er 41 v.7
’hvast jarn‘ greinilega hið sama og ’messingarkrókur* í AM-textanunr,
og 41 v.8 og 11 ’veygt lim‘ virðist vera hið saina og ’stempurf
Ekki hefur tckist að finna nákvæma samsvörun í erlendum ritum við
þennan texta, þrátt fyrir nokkra leit. Ég hef borið hann nokkuð sanran
við tvö miðaldarit um skreytilist, áðurnefnt De Diuersis Artibus og rit
ítalans Cennino Cenninis, II Libro deirArte, skr. á árunum 1396—1430.
Skemmst er frá að segja, að engin rittengsl er að sjá með texta Gott-
skálks og riti Cenninis, og efnislega er ekki hægt að segja að um sam-
svarandi texta sé að ræða.17 Samanburður á texta Gottskálks og DDA
leiðir hins vegar dálítil líkindi í ljós og ekki alltaf þau sönru og Ólafur
Halldórsson benti á um texta þess rits og AM 194 8°. Þó er öruggt, að
hér er ekki um að ræða þýðingu á DDA, og sýnist nrér texti Gottskálks
standa fjær DDA en texti AM 194 8°. Engu að síður eru þarna einhver
textatengsl og skal hér birtur kafli úr DDA og samsvarandi kafli frá
Gottskálki til samanburðar; þýðing latn. textans er höfð eins orðrétt og
unnt er:
At gull leggia slattu gull sker þad til sem þu uillt stafen hafa til og
tak hvita vr eggi og hrær j svndr j einne skal og lat vpp áá stafen og
þryck strax gullit nidr. lat bida þar til þvrt er <að> mestu b'r'vnera
sidan med galltar tonn og sliett med henne. (51v)
Haec est ratio aureae petulae, quam cum secundum libitum tuum
attenuaueris, ex ea incides forcipe particulas ...
In ponendo autem tolle clarum, quod percutitur ex albugine oui
sine aqua, et inde cum pincello leniter linies locum in quo ponendum
est aurum ... Quae cum posita fuerit et siccata, ei ... eodem modo
alteram superpone ... ut eo lucidius cum dente sive cum lapide polire
possis. (DDA I, k. XXIII, bls. 21-22)
[Þetta er aðferðin við gullþynnu, sem, þegar þú hefur þynnt að vild, þú skerð litla
búta af med skærum ...
En við að lcggja (gullið), tak hið ’klára‘, scm er hrært úr cggjahvítu án vatns, og