Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Qupperneq 29
AÐ MÁLA UPP A TRÉ
33
’clarum' (’glair' í ensku fagmáli, um eggjahvítu sem bindiefni við málun), og þá að
hér sé lýst svipuðum undirbúningi og í 51v.24-25 (sjá síðar) og í AM 194 8°, 52r.20—
21. Sjá grein Ólafs Halldórssonar, bls. 7 og 12 (ásamt n. 9a). Sbr. líka n. 12 hér að
aftan.
4. Sjá grein Ólafs Halldórssonar, bls. 12.
5. Sjá A.M. Sturtevant i Scanditiavian Studies 10 (1928-29), bls. 28-30, um tengsl sagn-
anna melja og mglva.
6. Orðið er stytt í handrid, með ncfhljóðsbandi yfir ’mt’; hér hefur styttingin verið
túlkuð sem ’en‘, sem er. einna líklegast.
7. Ath. 41v.l5, sambærilega lýsingu; ’krít-menja' eða ’brún-rautt' þar hefur mjög svip-
uðu hlutverki að gegna og ’pulmcnt’ hér. - Unn Plahter hefur bent mér á að
’pulment' sé að öllum líkindum hið sama og bolus, fínkornuð leirtegund, gjarnan
rauð, sem fyrr á tímum var notuð í undirlag undir gullhúð af því tagi sem textinn
lýsir hér. Um aðferðina má lesa hjá Cennini (Thompson, 1933:79-80, 100-101).
8. Latn. orðið ’pulmentum', „krydd, kryddmauk; viðbit, kæfa“ er saman dregið úr
’pulpamentum’ sem einkum merkir „kjöt“; ’pulpa’ merkir „hold“.
9. í AM 194 8° er orðið ’burna’ notað í sömu merkingu; Ólafur Halldórsson (1973, bls.
12) telur það vera sama orð og ’burnish' í ensku, þangað komið úr fornfrönsku
’burnir’.
10. Sjá grein Ólafs Halldórssonar, bls. 12.
11. Sjá DDA, bls. 19.
12. ’Æger’ hefur hér svipað hlutverk og veika límið í 41v.8; freistandi væri að telja hér
vera um að ræða egg eða eggjahvítu, sem er einmitt nefnd sem lím eða bindiefni í DDA
l, t.d. í köflum XXV og XXVIIII (en í báðum er tekið fram að rauðan lit, ’minium',
verði að blanda með eggjahvítu en ekki trjákvoðu til að binda hann) og þá etv. að
orðið sé hið þýska ’ei‘ flt. ’eier', - í samsetn. t.d. ’eier-klár‘ „eggjahvíta“ (mlþ.) —,
sem hefur haldist í sinni þýsku mynd sem stéttarslangur (jargon). Gegn þessu mælir
samt ýmislegt, einkum það, að í textabrotinu á bl. 51 v er hvíta úr eggi nefnd fullum
fetum.
13. Sjá DDA, bls. 22 og grein Ólafs Halldórssonar, bls. 12.
14. Samsvarandi staður í latneska textanum í DDA styður líka nokkuð þessa tilgátu, sjá
samanburð hér á eftir.
15. Óvissir leshætdr eru innan hornklofa (Ólafur Halldórsson 1973).
16. Sjá grein Ólafs Halldórssonar um skýringar á einstökum orðum.
17. Sjá Thompson 1932, einkum bls. 78-83, sbr. samsvarandi kafla í ensku þýðingunni
1933, bls. 80-86.
18. Páll Eggert Ólason 1926, bls. 26.
19. Sjá Alfr. III, bls. 74. Þar er skrá yfir verðlag á gulli og litarefnum í Björgvin, og eru
m. a. nefnd ’menja', ’gullfarg', ’brúnt' og fleiri Iitir. (AM 685 d 4°, frá 15. öld).
3