Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Side 32
36
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
unga sjókappa bar einnig vott um þær frumhræringar. Farkosturinn
fékk þvílíkan byr báðar leiðir að hálfum mánuði síðar sigldu þau sam-
tímis inn á lægið í Hólminum, skreiðarbáturinn og hafskipið, það síðar-
nefnda hlaðið timbri upp undir mið möstur í hús það sem hér á eftir
verður fjallað um og jafnan hefur verið nefnt Norska hús. Skipstjórinn
hét Árni Thorlacius.
II
Árni Ólafsson Thorlacius var fæddur 12. maí 1802 á Bíldudal. Faðir
hans, Ólafur Pórðarson Thorlacius, sem tók ættarnafn sitt úr móðurætt,
var einn ríkasti kaupmaður landsins á sinni tíð. Árni var því snemma
settur til mennta í Danmörku þar sem faðir hans bjó. Þar lærði hann
tungumál og verslunarfræði. í heimildum segir og að hann hafi lært
stýrimannafræði og „tekið bæði hið stærra og minna stýrimanns
Examen með heiðri".1 Pað mun hafa verið í Björgvin. Að föður sínum
látnum fékk Árni Stykkishólmsverslun, Grunnasundsnes og Melrakka-
ey ásamt tveim úthafsskipum í sinn hlut. Gerðist hann nú umsvifamikill
athafnamaður, hélt skipum sínum til veiða eða lét þau sigla utan í við-
skiptaerindum. Verslunarrekstur lét honum ekki vel, enda tapaði hann
stórfé og hætti hann því fljótlega þeim starfa að mestu. í þess stað gerð-
ist hann umboðsmaður Arnarstapa- og Skógarstrandarjarða, sem var
ærinn starfi og hélt því embætti í fjóra tugi ára. Auk alls þessa er nú er
nefnt rak Árni búskap í Grunnasundsnesi og Melrakkaey, en hafði útibú
á Hrísum og Saurum í Helgafellssveit. Hann var og oft settur sýslu-
maður Snæfellsnessýslu. „Árni var mikill atgervismaður, selaskutlari
frábær, fimleikamaður mikill og karlmenni, sundmaður ágætur og enn-
fremur hin besta skytta. Hann var og bókvinur mikill og fræðimaður".2
Sigurði Breiðfjörð var hann skjól og skjöldur og gaf út Númarímur
skáldsins á eigin kostnað. Árni mun og hafa hlaupið drengilega undir
bagga „þegar bláfátæk vinnukona í Breiðafjarðareyjum réðst í það fyrst
íslenskra kvenna að gefa út ljóðabók eftir sig“ og Ólafi Snóksdalín ætt-
fræðingi mun hann hafa verið „mjög innan handar með störf hans“ sem
og Magnúsi Gíslasyni frá Hítarnesi við samingu stúdentatals.3 Þá er
ekki síður umtalsvert að Árni „var fyrsti maður hér á landi, sem gjörði
veðurathuganir, og hélt hann veðurbækur í yfir 50 ár“ sem nú þykja
hinar merkustu heimildir.4 Ritgerð er til eftir hann í Safni til sögu íslands
1. Einar Jónsson: Minningarrit Stýrimannaskólans, Reykjavík 1941, bls. 98.
2. Sama rit, sami staður.
3. Lúðvík Kristjánsson: Vestlendingar 1, Reykjavík 1953, bls. 62-63.
4. Oscar Clausen: Sögur af Snœfellsnesi II, Reykjavík 1935, bls. 148.