Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Blaðsíða 33
NORSKA HÚSIÐ ( STYKKISHÓLMI
37
um örnefni í Eyrbyggju og í hand-
riti eru til ættartölur, skrá yfir
íslensk heiti á öllum hlutum á
seglskipi og Tilraun til Islendskrar
Sjómannafræði, en fræði þau er
talið að Árni hafi kennt í Stykkis-
hólmiú „Árni varð einn allra mikil-
virkasti stuðningsmaður Ólafs
Sívertsens og studdi með ráð og
dáð að því, að menningarvakning
Vestlendinga og þjóðmálastarf-
semi bæri sem mestan árangur. “5 6
Vinur Jóns Sigurðssonar var hann
og mikill og skrifuðust þeir á í
fjölda ára.7 Af þessu ágripskennda
yfirliti um ævi og störf Árna Thor-
laciusar má sjá að hann hefur verið einn merkasti maður sinnar samtíðar
og er tími til kominn að saga hans verði rituð svo sem vert væri.
„Árni var kvæntur Önnu Magdalenu, dóttur Daniels Stenbacks kaup-
manns, er var norskur að ætt og fluttist til íslands 1788. Þau eignuðust
5 börn er upp komust, Ólafur Daniel Theodór kaupmaður, Anna María
Guðrún er átti Egil Egilsson verslunarstjóra, Ólína seinni kona sama
manns, Antonía Jósefína átti Boga Thorarensen sýslumann, Ólafur
Kristján Þorleifur bóndi á Sellóni. Árni Thorlacius lést í Stykkishólmi
29. apríl 1891, vetri miður en níræður“.8
2. Artii Thorlaciiis.
III
Eins og fyrr segir sótti Árni Thorlacius efnið í Norska húsið til Björg-
vinjar árið 1828. Hann hlýtur þó að hafa verið búinn að undirbúa þá
ferð áður. Ekki gat hann si svona pantað viðinn á staðnum og látið
höggva hann til á nokkrum dögum. Gerð hússins varð að vera ljós í
öllum aðalatriðum áður en það væri unnt. Mjög sennilega hefur verið
búið alllöngu áður að teikna húsið af þarlendum sérhæfðum mönnum.
5. Oscar Clauscn: Sögur, bls. 148 og Einar Jónsson: Minningarrit bls. 100.
6. Lúðvík Kristjánsson: Vestlendingar I, bls. 62.
7. Sama rit II, 1, bls. 277-290.
8. Einar Jónsson: Minningarrit, bls. 100-101.