Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Side 39
NORSKA HÚSIÐ í STYKKISHÓLMI
43
húsið, og var það hús kallað Saurláturshúsið. Hæstaloftið, scm var
koldimmt, var notað til geymslu; þar voru kistur, ein kistan var mjög
stór og í henni var lín á 12 sængur, allt úr vönduðum hör. Þarna voru
líka margir bókakassar, reiðtygi o.fl. Taurulla var þar uppi, afar mikil,
líklega 6 álna löng, fyllt grjóti; henni fylgdu 6 sívalir stokkar, og var
ekki meðfæri barna eða unglinga að hreyfa hana.“10
Eftir lát Árna Thorlacius tók Norska húsið smámsaman miklum
stakkaskiptum. Hugsanlega hafa sumar breytinganna jafnvel verið
gerðar í tíð Árna. Um aldamótin 1900 er til dæmis einskonar spónn á
suðurhlið, líklega þykkar pappaflögur. (5. mynd) Um svipað leyti sést
að komnir eru að minnsta kosti tveir gluggar og einar útidyr á austur-
hlið niðri. (6. mynd) Skömmu fyrir 1911 er búið að klæða þak bárujárni
og setja rennur og niðurföll, bæta við reykháfi, setja svalir á vesturvegg
miðjan og dyr út á þær í stað glugga er þar var, skipta um gluggafög,
láta sexrúðu glugga í stað hinna fyrri sem voru sextán talsins og útidyr
eru komnar á norðurhlið í stað eystri glugga, nema að þær séu þrátt
fyrir allt upprunalegar. Ekki verður betur séð en kvistur sé þá kominn
á suðurvalma og loks virðist húsið hafa verið málað. (7. mynd) Mjög
er sennilegt að Hjálmar Sigurðsson sem átti Norska húsið á þessum
árum og rak umfangsmikla verslun í Stykkishólmi, hafi látið gera
breytingar þessar.11 Nú eru ekki útlitsmyndir handbærar af Norska hús-
inu fyrr en 1963. Einhverntíma áður hefur suðurhlið verið klædd báru-
járni og níu rúðu gluggi settur niðri austanmegin. (9. og 15. mynd)
Syðst á austurhlið er komin skúrbygging ein mikil tveggja hæða með
minni skúr út úr norðurhlið, útidyrum og þriggja rúðu gluggum. Á
austurhlið hafa auk þess bæst við aðrar útidyr, tveim gluggum aukið
nyrst, fögum í þremur breytt og sökkull hækkaður með steinsteypu.
(10. og 15. mynd) Á norðurhlið eru eystri dyr horfnar en aðrar komnar
vestar. Á þeim stað sem fyrrnefndu dyrnar voru sást greinilega marka
fyrir glugga sem fyllt hefur verið upp í. Eftir að dyrnar voru teknar í
burtu hefur því verið settur gluggi, sem svo seinna hefur verið fjarlægð-
ur. (8., 10. og 16. mynd) Á vesturhlið hafa svalir verið fjarlægðar, sem
og dyraumbúnaður, nýtískuleg hurð sett í staðinn og þremur gluggum
breytt. '(8. og 13. mynd) Á þak hafa verið settir fjórir gluggar, tveir
austanmegin, einn norðanmegin og einn að vestan. (8., 10., 13. og 14.
mynd) Allt var húsið málað utan ljósum lit á veggjum en þak rauðleitt.
Steypt stétt lá meðfram því að vestanverðu. Að innan tók Norska húsið
10. Oscar Clauscn: Sögur, bls. 150-155.
11. Bjarni Jonsson fra Vogi: Fra Islands Nœringsliv, Kristiania 1914, bls. 109.