Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 41
NORSKA HÚSIÐ í STYKKISHÓLMI 45
10. Norska húsid 1973, austur- og norðurhlið.
enn meiri breytingum. Herbergjum var skipt, stigar settir á milli hæða,
miðstöðvarklefi steyptur, veggir klæddir með trétexi, málaðir aftur og
aftur, ofnar settir og fjarlægðir, dyrum breytt, herbergi innréttað í lofti.
Skal nú húsinu lýst nánar að innan eins og það var þegar að því var
komið 1971. (11. mynd) Forstofan var sá hluti hússins sem minnstum
breytingum hafði tekið. Þó var búið að setja litla skonsu undir stiga
sem gengt var í. Ur henni lágu dyr í baðherbergi og aðrar inn í skonsu
er sett hafði verið upp í svefnherbergi að baki forstofu. Til hægri lágu
dyr í lítið herbergi og aðrar úr því í stofu. Til vinstri voru dyr sem
gengu inn í litla vörugeymslu og aðrar þaðan í verslunarrými. f því
voru útidyr. Þetta er vestari hluti hússins. í þeim eystri var fyrst og
nyrst Jaerbergi, þá lítil forstofa. Bak hennar og herbergis voru einskonar
krossgöng að salerni og stiga upp á efri hæð. Handan forstofu kom svo
múrhúðaður og niðurgrafinn kyndiklefi, síðan fyrrnefnt svefnherbergi,
þá eldhús með dyrum í stóraskúr, miklum skorsteini og loks herbergi.
Þegar upp stigann er gengið í aðalforstofu var komið á pall. (12. og
17. mynd) Af honum lá mjór gangvegur meðfram skilrúmi, tvídyruðu
og gluggasettu, að stiga upp á loftið. Öðrum dyrunum hafði verið
lokað, þeim nyrðri. Þetta hefur verið gert til þess að íbúar á neðri hæð