Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 47
NORSKA HÚSIÐ I STYKKISHÓLMI
51
gætu farið upp á loft án þess að fara inn í vistarverur þeirra sem á efri
hæð bjuggu. Handriðs- og píláraleifar frá þessari aðgerð lágu upp á
lofti. Af stigapallinum var gengið í aðra forstofu eða kabínettið gamla.
Suður úr því var stærsta herbergi hússins. Norður úr forstofu voru dyr
til tveggja samliggjandi herbergja. Að austanverðu voru fimm herbergi
í röð. Nyrst var eldhús með stigauppgöngu sem áður er minnst á. Úr
eldhúsi var gengt í tvö næstu herbergi. Handan herbergja þessara var
svo eldhús, sem í var gengið af efri hæð skúrs, og af forstofupalli. í því
sást marka fyrir hlera í gólfi við skorsteininn hinn mikla. Úr eldhúsi var
svo gengið í syðsta herbergið. Uppi í loftinu var afþiljað herbergi í
suðurenda sem fékk birtu af fyrrnefndum kvisti.
IV
í þessu ástandi var Norska húsið er sýslunefnd Snæfellsnes- og
Hnappadalssýslu ákvað að kaupa það árið 1970 í þeim tilgangi að gera
það að byggðasafni. Þetta mun hafa verið gert að frumkvæði byggða-
safnsnefndar, en í henni áttu þá sæti þeir Karl Magnússon, Gunnar
Guðbjartsson og Bjarni Sigurðsson. Nefndin óskaði sama ár liðsinnis
og leiðbeiningar þjóðminjavarðar Þórs Magnússonar um það hvernig
að viðgerð skyldi staðið. Skömmu síðar fól hann þeim sem línur þessar
ritar að hafa umsjón með verkinu.
Fyrsta athugun á Norska húsinu var gerð í september 1971 í fylgd
með þjóðminjaverði. Árið eftir var Hannes Stígsson ráðinn til að gera
við ytra byrði hússins. Fólst það í því að fjarlægja kvist, glugga af þaki
og bárujárn, lagfæra súðina undir sem var að mestu upprunaleg. Ekki
var á það hættandi að láta hana standa óvarða. Var því ákveðið að setja
nýtt járn yfir hana, enda hefur bárujárn unnið sér langa hefð hérlendis.
Seinnitíma viðbætur í lofti voru teknar burtu og það hreinsað. Járn á
suðurhlið var og fjarlægt. Kom þá upprunaleg klæðning í ljós. Hún var
dökkbrún að lit en ekki svört. Undir vestri suðurglugga var töluverður
fúi, sem var hreinsaður burtu, bætt í skarðið og ytri súð endurnýjuð.
Vegna eldgossins í Vestmannaeyjum 1973 stöðvuðust framkvæmdir um
sinn, því að tveimur húsnæðislausum fjölskyldum var leyft að flytjast í
húsið til bráðabirgða. Framkvæmdir hófust svo aftur 1974. Stóriskúr á
austurhlið var fjarlægður og annar minni byggður í staðinn. í þeim
efnum var höfð hliðsjón af skúrnum sem sést á ljósmyndinni af Norska
húsinu frá því um aldamót. (5. mynd) Austurhlið var klædd nýjum
súðborðum að mestu leyti, dyr fjarlægðar og gluggaskipan sett til þess
horfs er ætlað var. Klæðning á vestur- og norðurhlið reyndist að mestu