Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Síða 60
64
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
óskemmd, en var lagfærð þar sem þurfa þótti. Dyr á norðurhlið voru
fjarlægðar og gluggi settur í staðinn, sem og á þann stað er farið hafði
verið. Gluggarammar og póstar voru víðast upprunalegir og lítt
skemmdir. Hinsvegar voru fögin löngu horfin. Smíðuð voru ný með
hhðsjón af gömlum ljósmyndum af húsinu, en strikun þeirra gerð eftir
gluggum frá fyrsta fjórðungi 19. aldar. Grunnur og aurstokkar voru
lagfærðir og húsið allt málað. Dyr og dyraumbúnaður beið betri tíma.
Innanhúss var hafist handa að rífa burtu seinni tíma veggi og klæðn-
ingar og var því verki ekki lokið þegar framkvæmdir stöðvuðust síðla
árs 1975.
Nú var bið á verki um sinn uns nýr smiður Lárus Pétursson var ráð-
inn 1978. Hófst þá næsti áfangi, viðgerð innanhúss. Var haldið áfram að
rífa kerfisbundið allar seinni tíma viðbætur burtu, ljósmynda og mæla.
í norðursal eða norðvesturherbergi uppi kom í ljós að það hafði verið
með brjóstþili spjaldsettu á þremur hliðum, en á þeirri íjórðu, austur-
hlið, var falskt þil. Fyrir ofan það sáust leifar ramma sem í voru striga-
leifar. (21. og 22. mynd) Spjöld voru skreytt, en það sýndi sig að sú
skreyting var seinna til komin, sennilega gerð af Nikolaj S. Bert-
helsen er hann var í Stykkishólmi árið 1879 að mála kirkjuna nýreista.12
(23. mynd) Á austurvegg salar komu í ljós tvennar dyr upprunalegar er
gengu inn í herbergin tvö í austurhluta hússins. (12. mynd) Bitar í lofti
sem klæddir höfðu verið af komu í ljós með leifum af upprunalegum
loftlistum. Gólf hafði í öndverðu verið málað.
í suðursal eða suðvesturherbergi uppi var búið að umturna uppruna-
legri veggklæðningu meir. Þegar texklæðning var rifin frá kom í ljós
spjaldlaust brjóstþil málað með veggfóðursleifum fyrir ofan það. Við
nánari gát sást að brjóstþiljurnar voru seinni tíma viðbót. (20. mynd)
Stofan hafði í öndverðu verið heilþiljuð með samskonar veggfóðurs-
römmum að ofan sem í sal, en listi lagður á þilið í brjóstþilshæð. Leifar
af upprunalegu veggfóðri sáust greinilega. (25. mynd) Þá hafði austur-
veggur verið færður tæpan metra fram, auðsæilega til þess að setja dyr
úr forstofu í eldhús. (12. mynd) Fyrir miðju þessa veggjar voru ofn-
plötufar í gólfi og sponsað rörgat í vegg. (29. níynd) Loftbitar voru
sýnilegir í þessari stofu. Þó hafði verið pappafóðrað á milli þeirra. Gólf
var í upphafi málað. Þegar austurveggur hafði verið tekinn burtu sáust
greinilega för eftir upprunalegt ofnstæði.
Kabínettið eða miðstofan var næstum óbreytt, en í gólfi sást far eftir
hornskáp í suðvesturhorni. (12. mynd)
12. Samkvæmt sögn Kristjáns Guðlaugssonar málarameistara og fræðimanns.