Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Side 61
NORSKA HÚSIÐ I STYKKISHÓLMI
65
Skrifstofa Árna Thorlaciusar í suðausturhorni var með heilspjaldþili
og veggfóðursleifum í efrihluta. (26. mynd) Greinileg för eftir fótaspark
sáust í gólfi undir glugga er sýndi hvar Árni hafði setið við borð sitt.
Norður af skrifstofu kom smátt og smátt í ljós gerð þeirra fjögurra
herbergja er lágu með suðurhliðinni. í því fyrsta var einföld spjaldsúð,
í raun aðeins tvö spjöld, það efra og neðra eins og í bókaherbergi. f því
næsta var brjóstþil spjaldsett eins og í sal með uppfylltu lúgugati á
norðurvegg og sérkennileg innrétting á norðurvegg. Syðst voru dyr í
forstofu, síðan kom innskot og loks falskar dyr. (27. og 28. mynd) Tvö
innstu herbergin voru heilklædd. Ekkert veggfóður hafði verið á
veggjum þessara fjögurra herbergja, en upprunalegir litir sáust greini-
lega. í því nyrsta var far eftir stigaop. (12. mynd)
Við athugun á húsinu niðri kom í ljós að það hafði verið óklætt að
innan í öndverðu, sýnilegir stokkarnir. Á einum stað fannst brennimark
Árna Thorlaciusar. (24. mynd) í gamla eldhúshlutanum fundust og
leifar af eldstæði því hinu mikla sem Oscar Clausen minnist á. Grjót-
pallurinn undir því hafði verið rifinn upp og steinunum hlaðið í opið.
í gólfinu markaði greinilega fyrir stærð hans. (11. og 30. mynd)
Forstofan niðri var að mestu óbreytt, þó hafði verið tekið af henni
fyrir gangrúmi í bað og pallur settur í stað neðsta þreps á stiga. (11. og
13. mynd)
Úti, fyrir framan húsið, var steinsteypt stétt brotin burtu og grafið
niður á upprunalega hellustétt. (32. mynd)
V
Þrír eru höfuðþættir húsagerðarlistar, tækni, not og list. Hús þurfa að
vera traustlega byggð. Til þess þarf þekkingu á efnivið þeirra og smíða-
lagi. Sá er tækniþátturinn. Hús eru skjól gegn veðrum og af þeim skal
hafa not eftir aðstæðum. Innra rými þeirra verður að skipuleggja með
tilliti til þess hlutverks sem þau eiga að gegna. Sá er nytjaþátturinn.
Hvorki tækni né not geta sagt til um endanlega gerð. Til þess þarf að
taka afstöðu til breiddar, dýptar og hæðar. Jafnvel þótt rúmtakið sé
fengið verður að marka dyrOm og gluggum stað, ákveða áferð og liti.
Hér mætum við listinni, hinum skapandi þætti. Lítum á Norska húsið
í ljósi þessara frumþátta byggingarlistar.
Norska húsið er tvílyft timburhús með háu risi gaflsneiddu, 15,43 m
á lengd, 9,53 m á breidd, 5,20 m undir þakskegg og 9 m undir mæni.
Útveggir og tveir miðjuveggir eru stokkbyggðir. Hver stokkur er um
það bil 8"x9" í þvermál, ávalir ofan, sléttir á hlið en með klauf að