Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Side 67
NORSKA HÚSIÐ f STYKKISHÓLMI
71
lokað með lóðréttum borðum, en neðsta súðborðið er þykkara en hin
og sneitt ofan. Aðrir veggir eru úr þykkum lóðréttum grópuðum
borðum til endanna með fjöðrum í. Grunnstokkar hvíla á steinhleðslu
en sjávarmöl er undir. Þeir og bitar liggja langsetis og gólfborðin sem
á þeim liggja eru sömu gerðar og veggborð. Þak er gert úr digrum
sperrum sem sitja á stokkum sem liggja innan við veggi og eru blaðaðar
saman að ofan, þannig að endarnir ganga ögn út og mynda sæti fyrir
rnæniás, en um miðju eru þær bundnar með skammbitum, allt tréneglt.
Á sperrur eru sver langbönd felld og mæniás og á hvorutveggja ásamt
aukastokk yfir útveggjum liggur reisifjöl. (33.-35. mynd) Reykháfur-
inn, sem liggur á ská í loftinu, er studdur af syðsta skammbita, sem
aftur fær styrk frá þverstoðum í þann næsta. (36. og 39. mynd)
Notagildisþættinunr hefur þegar verið að nokkru lýst. Hlutverk húss-
ins er í upphafi tvíþætt. Það er framar öllu íbúðarhús en einnig fer fram
í því verslunarstarfsemi. Vistarverur heimilisins eru uppi, en búr, eld-
hús og verslun niðri og geymsla á lofti. Ætli hér sé ekki um sérkenni
að ræða miðað við samskonar hús í Noregi. Þar eru dagstofur og
veislusalir á neðri hæð en svefnherbergi og skrifstofur uppi. Matvæla-
geymslur og eldhús ásamt íbúðum vinnufólks voru svo oft í sérstökum
bak- eða hliðarhúsum. Að hluta til er þetta svo í Norska húsi, því Árni
Thorlacius lét reisa sérstakt hús fyrir vinnufólk spölkorn austan við það,
torfbæ að íslenskum sið, nefnt Saurláturshús. (56. mynd) Herbergja-
skipan er klár og kvitt og tekur mið af því hlútverki sem hvert eitt rými
á að gegna. Forstofan uppi þar sem hægt er að ganga í þrjá meginhluta
hæðarinnar er jafnframt móttökustaður fyrir gesti og gangandi. Þar er
hægt að sinna þeim án þess að ónáða aðra. Dagleg vistarvera er svo á
aðra hönd en veislusalur á hina. Inn af dagstofu er bókaherbergi og
vinnustaður húsbónda, en inn af veislusal staður tiginna gesta. Þar á
milli raða sér svefnherbergi barna og tengdamóður. Eldstæðum er
þannig komið fyrir að ylurinn frá þeim nýtist beint eða óbeint í syðri
helmingi uppi. Af jarðhæð er sömu sögu að segja. Þar er öllu vel og
skipulega fyrir komið. (37.-45. mynd)
Þá er komið að síðasta þætti, hinni listrænu samsömun. Athygli
vekur strax að grunnmynd er gerð í kórréttu gullinsniðshlutfalli. f hana
eru innritaðir tveir ferningar, þar sem innri hlið hvors þeirra markar
þverveggina tvo úr stokkverki gerða og skarast í gullinsniðshlutfalli af
hliðum ferninganna. Langveggurinn sem gengur eftir húsinu innanvert
við miðju er einum þriðja af lengd hússins settur í. Fremri hlutinn er
jafnstór fram- og afturhlið hússins og sá parturinn sem markast af fern-
ingunum er jafnstór göflum. Þakhorn í mæniskverk er 105° og ef þver-