Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 78
82
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Norska hússins lauk í júlí 1987 og var það opnað við hátíðlega athöfn
að viðstöddum forseta íslands. (1. og 51.-54. mynd)
VII
Enda þótt Norska húsið sé nú fullviðgert og sett í það stand er því
var ætlað, skortir þó einn þátt mikilvægan til þess að það gegni í einu
og öllu því hlutverki er til var ætlast. í það vantar húsbúnað. Úr heimili
Árna Thorlacius eru til þessir munir: Standklukka og hefðarstólar tveir
á Þjóðminjasafni (52. og 57. mynd), eikardragkista sem nú hefur verið
gefin til hússins af frú Ólöfu Thorlacius og dragkista í eigu frú Katrínar
Sivertsen. Pá nefnir Oscar Clausen langbekk, klukku með glerkúpli,
kvendjásnakassa með ýmsum hlutum í, trúlofunarhring Árna og tóbaks-
pontum. Ekki er nú vitað hvar þessir hlutir eru niður komnir og er hér
með auglýst eftir þeim. Öllum þessum búnaði þyrfti að koma fyrir í
Norska húsinu ef mögulegt væri og kaupa síðan húsgögn frá sama tíma
og Árni fékk sín. Sumu hefur Oscar Clausen lýst það vel að ekki er
áhorfsmál að velja þau eftir því. Meðan á viðgerð stóð fundust ýmsir
smámunir milli þils og veggjar sem þegar hefur verið komið fyrir í sýn-
ingarskápum í húsinu. (55. mynd)
VIII
Vinna sú er hér hefur verið greint frá er ekki eins manns verk. Mestur
þunginn hvíldi á smiðunum, einkum þeim sem annaðist innansmíðina,
Lárusi Péturssyni. Áhugi hans og árvökult smiðsauga réðu miklu um
það hve vel tókst til. Með stöðugri návist sinni á vinnuvettvangi tók
hann eftir ýmsu sem ella hefði framhjá farið yfirmanni verksins er
löngum var ijarri. Þegar að málningarvinnu kom, sem var mikið
vandaverk, reyndist bróðir hans Jón Svan Pétursson sami haukur í
horni. Ómetanleg var og samvinnan við Jóhann Rafnsson, en þekking
hans á sögu hússins og sá fjöldi ljósmynda sem í fórum hans voru af því
á hinum ýmsu byggingarstigum var satt að segja annar aðalheimilda-
grundvöllur endurgervingarinnar. Við fulltrúa byggðasafnsnefndar
Ágúst Bjartmars var og góð samvinna. Veggfóðrun annaðist Eggért
Sigurðsson en raflögn Sigurþór Guðmundsson.
Langstærsta hluta viðgerðarkostnaðar greiddi sýslusjóður en húsfrið-
unarnefnd styrkti verkið eftir getu og greiddi alla sérfræðiaðstoð. Sýslu-