Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 82

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 82
86 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS laust til að ársetja eldgos og leiða líkur að aldri öskulaga3. í þessari grein er gerð tilraun til að prófa á vissan hátt áreiðanleika hinna fornu heimilda. Auðvitað hefur slíkt oft verið gert áður með ýmsum hætti en eftirfar- andi samanburður er að því að ég best veit nýr. Pótt eldgos séu ógnþrungin fyrirbrigði og valdi á stundum eyðingu og dauða, verður þeirra sjaldnast vart nema á takmörkuðu svæði. Öðru máli gegnir um fyrirbrigði úti í himingeimnum, tunglmyrkva, sprengi- stjörnur (súpernóvur), halastjörnur og ýmsar loftsjónir. Sé minnst á slíkt í annálum eða fornum ritum íslenskum eru líkur á því að þeirra hafi orðið vart um alla norðurálfu og sé víða getið. Athugasemdum um eldgos og halastjörnur svipar oft saman í annálum. „Sén kómeta“ skrifar annálaritarinn jafn sparsamur á nánari lýsingu og þegar hann skrifar „Eldur í Trölladyngjum" og síðan ekki söguna meir. Með því að athuga halastjörnuskráningu í íslenskum annálum og fornum ritum og bera hana saman við skráningu í öðrum löndum má fá nokkurt mat á áreiðanleika ritanna hvað varðar tímasetningu á nátt- úrufyrirbrigðum jafnt á himni og á jörð. Halastjörnurnar verða eins og tímamerki í ritunum. Menn verða þó að hafa í huga að á íslandi eru verri skilyrði til að fylgjast með himintunglum en víðast annarstaðar í Evrópu. Bjartar sumarnætur hindra stjörnuskoðun um þriggja mánaða skeið og á öðrum árstímum byrgir þungbúinn himinn oft stjörnusýn vikum saman. Halastjörnur eru fljótar í förum og oftast ekki sjáanlegar nema í nokkrar vikur eða álíka tíma og meðaleldgos varir. Þótt þær séu ekki sambærilegar við eldgos, sem oft hafa hina verstu óáran í för með sér, að því leyti að þær hafa engin áhrif á líkamlega velferð manna, þá settu þær mark sitt á sálarlífið. Þær þóttu váboðar og undanfarar stór- tíðinda, styrjalda eða dauða mikilla höfðingja. Menn festu því komutíma þeirra sér í minni og veltu vöngum yfir þeim fyrirboða sem þær kynnu að vera eða höfðu verið (mynd 1). Tímabil það sem hér verður tekið til athugunar er 250 ár, frá 1150 til 1400, tímabil fornrita og miðaldaannála. Ritöld hófst á íslandi um 1100 en upp úr 1260 er talið að þeir annálar sem við nú þekkjum hafi verið samdir upp úr eldri skrám4. Eftirfarandi athuganir gætu bent til þess að samtímaskráning hafi náð a.m.k. aftur til 1131 eins og komið verður að síðar. Hinni fornu annálaritun fslendinga lýkur svo með Nýjaannál 3. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1988, bls. 313-326, 1989 bls. 98. 4. Jakob Benediktsson 1976, bls. 435-437.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.