Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 82
86
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
laust til að ársetja eldgos og leiða líkur að aldri öskulaga3. í þessari grein
er gerð tilraun til að prófa á vissan hátt áreiðanleika hinna fornu heimilda.
Auðvitað hefur slíkt oft verið gert áður með ýmsum hætti en eftirfar-
andi samanburður er að því að ég best veit nýr.
Pótt eldgos séu ógnþrungin fyrirbrigði og valdi á stundum eyðingu
og dauða, verður þeirra sjaldnast vart nema á takmörkuðu svæði. Öðru
máli gegnir um fyrirbrigði úti í himingeimnum, tunglmyrkva, sprengi-
stjörnur (súpernóvur), halastjörnur og ýmsar loftsjónir. Sé minnst á
slíkt í annálum eða fornum ritum íslenskum eru líkur á því að þeirra
hafi orðið vart um alla norðurálfu og sé víða getið. Athugasemdum um
eldgos og halastjörnur svipar oft saman í annálum. „Sén kómeta“
skrifar annálaritarinn jafn sparsamur á nánari lýsingu og þegar hann
skrifar „Eldur í Trölladyngjum" og síðan ekki söguna meir.
Með því að athuga halastjörnuskráningu í íslenskum annálum og
fornum ritum og bera hana saman við skráningu í öðrum löndum má
fá nokkurt mat á áreiðanleika ritanna hvað varðar tímasetningu á nátt-
úrufyrirbrigðum jafnt á himni og á jörð. Halastjörnurnar verða eins og
tímamerki í ritunum. Menn verða þó að hafa í huga að á íslandi eru
verri skilyrði til að fylgjast með himintunglum en víðast annarstaðar í
Evrópu. Bjartar sumarnætur hindra stjörnuskoðun um þriggja mánaða
skeið og á öðrum árstímum byrgir þungbúinn himinn oft stjörnusýn
vikum saman. Halastjörnur eru fljótar í förum og oftast ekki sjáanlegar
nema í nokkrar vikur eða álíka tíma og meðaleldgos varir. Þótt þær séu
ekki sambærilegar við eldgos, sem oft hafa hina verstu óáran í för með
sér, að því leyti að þær hafa engin áhrif á líkamlega velferð manna, þá
settu þær mark sitt á sálarlífið. Þær þóttu váboðar og undanfarar stór-
tíðinda, styrjalda eða dauða mikilla höfðingja. Menn festu því komutíma
þeirra sér í minni og veltu vöngum yfir þeim fyrirboða sem þær kynnu
að vera eða höfðu verið (mynd 1).
Tímabil það sem hér verður tekið til athugunar er 250 ár, frá 1150 til
1400, tímabil fornrita og miðaldaannála. Ritöld hófst á íslandi um 1100
en upp úr 1260 er talið að þeir annálar sem við nú þekkjum hafi verið
samdir upp úr eldri skrám4. Eftirfarandi athuganir gætu bent til þess að
samtímaskráning hafi náð a.m.k. aftur til 1131 eins og komið verður að
síðar. Hinni fornu annálaritun fslendinga lýkur svo með Nýjaannál
3. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1988, bls. 313-326, 1989 bls. 98.
4. Jakob Benediktsson 1976, bls. 435-437.