Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 85
HALASTJÓRNUR, SÓLMYRKVAR, ELDGOS OG ÁREIÐANLEIKI ANNÁLA 89
Heklugos þetta ár afar trúverðugar og hér verður nánast eingöngu að
treysta á þær því ekkert öskulag er þekkt með vissu frá þessu gosi og
ekkert er vitað um hraunrennsli.11
„Guð gæti vár“
Árið 1240 rak hver stórviðburðurinn annan. Strax í ársbyrjun sást
halastjarna mikil á himni og síðan létu allskyns ótíðindi ekki á sér
standa. Bólusótt hin fyrsta geisaði um landið, jarðskjálftar miklir urðu
á Suðurlandi og eldur logaði í hafi fyrir Reykjanesi. Á Norðurlöndum
vakti halastjarnan allmikla athygli enda þótti mönnum eftir á nokkuð
einsýnt hvaða stórtíðindi hún hafði boðað. Sex annálar geta um stjörn-
una en Sturla Þórðarson á hér enn greinabestu frásögnina. í Hákonar
sögu Hákonarsonar segir hann:
„Það var níu nóttum eftir jól er konungur gekk um kveld eitt út og
var heiðviðri á. Hann sá undarlega stjörnu rneiri en aðrar og ógurlegri
og af sem skapt væri. Konungur lét kalla til sín meistara Vilhjálm og er
hann kom og sá stjörnuna mælti hann: „Guð gæti vár, þetta er mikil
sýn. Þessi stjarna heitir Cómeta og sýnist fyrir fráfalli ágætra höfðingja,
ella fyrir stórum bardögum“... Þessi stjarna var sén á mörgum löndum
um veturinn.“12
Meistari Vilhjálmur reyndist forspár því um sumarið féll Skúli jarl
fyrir Birkibeinum Hákonar konungs. Sturla segir að konungur hafi séð
stjörnuna að kveldi dags níu nóttum eftir jól. í erlendum stjörnuskrám
kemur fram að halastjarnan var í sólnánd þann 20. janúar 124013 og
samkvæmt því hefur hún einmitt getað verið áberandi á kvöldhimni um
og eftir jól.
Árið 1246 dró enn til stórtíðinda á íslandi. Þórður kakali og Sturl-
ungar voru hægt og bítandi að ná undirtökunum í valdabaráttunni í
landinu. Teikn voru á lofti um að úrslitahríðin væri skammt undan.
„Oft sást stjarnan Kómeta um veturinn“ segir í Þórðar sögu kakala.14
Þann 19. apríl varð Haugsnesfundur, mannskæðasta orusta á íslandi. í
þessari frásögn gætir þó smávægilegrar ónákvæmni. Ekki er vitað til
þess að halastjarna hafi sést veturinn 1246 en höfundur Þórðar sögu
kakala á hér líklega við stjörnu sem sást árið áður og hnikar henni lítil-
lega til í því skyni að auka á spennu frásagnar sinnar.
11. Sigurður Þórarinsson 1968.
12. Hákonar saga gamla, bls. 256-257.
13. B.G. Mardsen 1983, bls. 7.
14. Sturlunga saga 1988, bls. 534.