Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 86
90
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Árin 1264 og 1273 segja annálar að halastjörnur hafi sést erlendis en
geta þess ekki að þær hafi sést frá íslandi. Um stjörnuna 1264 segir
Konungsannáll: „Þá var sén kómeta í París*1.13 Það er athyglisvert að sjá
hvernig hér er að orði komist því þessi halastjarna var á lofti bjartasta
hluta ársins, var í sólnánd 20. júlí16 og gat því vart sést frá íslandi.
Um stjörnuna 1273 segja annálarnir: „Sén kómeta í Noregi".17 Eins
og 1264 er um erlenda frétt að ræða. Þess er ekki getið að stjarnan hafi
sést frá íslandi en fregnir hafa borist af henni frá Noregi. Engar ritaðar
heimildir eru til um þessa halastjörnu frá Evrópu svo mér sé kunnugt
um. Hér hefðu menn vafalítið grunað íslenska annálaritara um að fara
með rangt mál ef ekki vildi svo merkilega til að þetta ár geta kínverskir
annálar um stjörnu sem virðist vera halastjarna. Hér hafa því íslend-
ingar einu sinni sem oftar skráð tíðindi sem aðrir Evrópumenn gleyma.
Lögmannsannáll og Annáll Flateyjarbókar geta um halastjörnu 1298
með stuttaralegum hætti.18 Sennilega er hér farið áravillt því ekki er
vitað með vissu um neina halastjörnu á því ári en í byrjun árs 1299
greina erlend rit frá halastjörnu.19 í hinni miklu bók Pingrés, Cométo-
graphie, sem gefin var út í París 1783 eru nefndar nokkrar óljósar
heimildir um halastjörnu árið 1298 en þær verða að teljast ótryggar.
„Kómeta sén af kaupmönnum“
Góðar athuganir frá meginlandi Evrópu eru til af halastjörnu Halleys
sem skartaði á himnum í september og október 1301 (mynd 2) og
glöggar lýsingar á ferð hennar milli stjörnumerkja himinhvelsins. Hins
vegar veittu Evrópubúar halastjörnu sem birtist á himni um jólaleytið
þetta ár og sást fram eftir vetri 1302 mun minni athygli og um hana eru
mjög óljósar heimildir.20 Beggja stjarnanna virðist þó getið í íslenskum
annálum. Halastjörnu Halleys lýsir Lögmannsannáll svo árið 1301:
„Kómeta var sén af kaupmönnum í hafi um Mikjálsmessuskeið.21
Sýndist þeim hún meiri og dökkvari en aðrar stjörnur og var kleppur
niður og fór hún hvern aftan er þeir sáu hana öfugt frá landnorðri til
15. G. Storm 1888, bls. 135.
16. B.G. Mardsen 1983, bls. 7.
17. G. Storm 1888: Annales Regii, bls. 139, Gottskalks Annaler, bls. 331.
18. G. Storm 1888: Lögmanns-annáll, bls. 262, Flatöbogens Annaler, bls. 386.
19. B.G. Mardsen 1983.
20. P. Lancaster-Brown 1985, bls. 29.
21. 29. scptember.