Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 99
BJALLA FRÁ SÖGUÖLD, FUNDIN A SKOTLANDI
103
2. mynd. Bjallan frá Freswick. (2:1)
fannst með málmleitartæki í West Nappin í Jurby. Getið hefur verið til
að sú bjalla sé ef til vill komin úr raskaðri gröf við Sankti Patreks
kapellu í grenndinni, sem byggð var á grunni frumkristinnar kapellu.5
í Keoldale á Durness í Sutherland-héraði á Skotlandi, hefur fundist
önnur hliðstæða. Bjallan er mjög lík Freswick-bjöllunni. Talið hefur
verið að bjalla þessi sé frá 7. eða 8. öld, en lítið er vitað um fundarsam-
hengið6, og þar af leiðandi er ekkert hægt að segja um aldurinn með
vissu. En líklegt er þó, að bjallan hafi verið í kumli.
Það leikur aftur á móti enginn vafi á því, að einar bestu hliðstæður
bjöllunnar frá Freswick hafa fundist í sögualdarkumlum á íslandi (5.
mynd). Ein fannst í uppblásnu kumli (hugsanlega í tvöfaldri gröf) á Brú
5. Youngs, S.M., Clark, J., og Barry, T.: Medieval Britain and Ireland in 1984, Medi-
eval Archaeology., XXIX (1985), bls. 209; Upplýsingar veittar af L. Garrard, Manx
Museum.
6. Lethbridge, T.C.: Merlin’s Island. Essays on Britain in the Dark Ages. London 1948.