Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 100
104
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
í Árnessýslu árið 1876.7 Bjallan frá Brú fannst í moldarbarði ásamt
tveimur spjótum, öxi, sörvistölum, broti af brjóstnælu og mögulega
ásamt leifum af beinagrind af hesti.8 Bjallan frá Brú er mjög lík bjöll-
unni frá Freswick og vafalaust formgerðarleg hliðstæða hennar. Hún er
eins og Freswick-bjallan sexstrend og með sama depilhringamunstrinu.
Önnur íslensk bjalla (5. mynd) fannst í grennd við bæinn Kornsá í
Vatnsdal árið 1879, í röskuðu kumli miðaldra konu.9 Nærri fundar-
staðnum fannst hrúga af mannabeinum, sem bent getur til þess, að um
fleiri grafir gæti verið að ræða á þessum stað. Fyrir utan bjölluna fund-
ust í kumlinu í Vatnsdal m.a. leifar af járnkatli, skærum, vefjarskeið úr
hvalbeini og sörvi. Priðja íslenska bjallan (5. mynd), sem líkist Fres-
wick-bjöllunni fannst eins og kunnugt er í bátskumli í Vatnsdal í Pat-
reksfirði árið 1964. Hún er einnig sexstrend en er nokkuð minni og
grófgerðari og hefur líklegast ekki borið skrauthringi.10
Nokkrar líkar bjöllur af mismunandi gerðum hafa fundist í hugsan-
legum mannvistarleifum. Breski fornleifafræðingurinn James Graham-
Campbell hefur nýlega ritað um litla bjöllu frá eyjunni Iona11, sem að því
er best verður séð er fundin í búsetulögum frekar en í kumli. Aftur á
móti líkist þessi bjalla og aðrar bjöllur sem Graham Campbell nefnir,
fyrir utan íslensku bjöllurnar, ekki bjöllunni frá Freswick.
Aftur á móti er til hliðstæða Freswick-bjöllunnar og íslensku bjalln-
anna, sem fundist hefur í Wirral á Meols í Cheshire.12 Bjallan frá Wirral
er af svipaðri gerð og stærð, en vantar þó depilhringamunstrið. Þar sem
fornminjar frá Wirral eru lausafundir og allar frá mismunandi tíma, er
erfitt að tímasetja bjölluna nákvæmlega út frá upplýsingum, sem til eru
um jarðlagaskipan. Fornminjar frá Wirral hafa verið rannsakaðar af
David Griffith við háskólann í Durham á Englandi og væntanlega fást
brátt frekari vísbendingar um uppruna bjöllunnar með rannsóknum
hans. Þegar aðrir munir frá Meols eru skoðaðir betur, bendir margt til
þess, að aldursgreina megi bjölluna frá Wirral til víkingaaldar og tengja
hana norrænni byggð á staðnum.
7. Sigurður Vigfússon: Kornsár-fundurinn. Árbók hins íslenzka fomleifafélags 1880 oa 1881
(Reykjavík), bls. 60.
8- Kristján Eldjám: Kuml og haugfé úr heiðnum sið á Islandi, Akureyri 1956, bls. 62-63.
9. Sami: bls. 95—97.
10. Þór Magnússon: Bátskumlið í Vatnsdal í Patreksfirði. Árbók hins íslenzka fornleifafélags
1966, bls. 5-32; sjá myndir 12 og 21.
11. Reece, R.: Excavations in lona 1964-1974 (London Inst. Archaeol. Occ. Pub. 5, 1981),
bls. 23-24.
12. Bu’Lock, J.D.: The Celtic, Saxon and Scandinavian Settlement at Meols in Wirral.
Trans. Hist. Soc. Lancashire and Cheshire, 112 (1960), bls. 11, 14 og fig. 4m.