Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 101
BJALLA FRÁ SÖGUÖLD, FUNDIN A SKOTLANPI
105
Náin hliðstæða Freswick-bjöllunnar hefur nýlega fundist við forn-
leifarannsóknir í borginni Lincoln, þar sem nú heitir Holmes
Grainwarehouse. Á þessum stað fundust leifar frá síð-saxneskum eða
öllu heldur frá anglo-skandinavíska tímabilinu í sögu Lincolns (9.-11.
öld). í einni af mörgum sorpgryfjum, sem rannsakaðar voru, fannst lítil
bjalla úr koparblöndu. Bjallan fannst ásamt leirkersbrotum frá 11. öld.
Bjallan er nærri því eins og Freswick-bjallan, þar sem hún endar neðst
í bylgjum, hefur kraga á milli klukkunnar og eyrans, er sexstrend og
hefur sömuleiðis tvær raðir af depilhringum. í bjöllunni eru einnig leifar
af járnkólfinum. Önnur bjalla, óskreytt, en með kraga, fannst á sama
stað en í mannvistarlagi, sem myndast hefur eftir miðaldir, en hún er þó
talin vera jafngömul og sú fyrrnefnda.13
Nokkru norðar á Englandi, í York, hefur fundist lítil bjalla úr járni,
húðuð með koparblöndu, en yfirborðið er illa farið, og skraut, sem þar
13. Upplýsingar veittar af Jenny Mann, Trust for Lincolnshire Archaeology.