Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 103
13JALLA FRÁ SÖGUÖLD, FUNDIN Á SKOTLANDl
107
gæti hafa verið, sést ekki lengur. Bjallan fannst við hinar umfangsmiklu
fornleifarannsóknir við Coppergate14, og er tímasett til loka 9. aldar, en
þá réðu norrænir menn ríkjum í þessari merku borg eins og kunnugt er.
Nokkrar aðrar bjöllur er hægt að tengja formgerðarlega við Fres-
wick-bjölluna. M.a. hefur fundist lítil bjalla úr koparblöndu, strýtu-
mynduð og með láréttum strikum, en annars óskreytt, í Little Duna-
goil, í Bute á Skotlandi. Ekki er þó hægt að aldursgreina bjöllu þessa
nákvæmlega, þar sem hún fannst í torfi.15 Við fornleifarannsóknir í
Goltho á Lincolnshire fannst lítil bjalla úr koparblöndu sem er tímasett
til miðhluta eða loka 10. aldar.16 Við rannsóknir á sögualdarrústinni í
Ribblehead í Yorkshire, hefur fundist lítil járnbjalla með kólfi. Hún er
örlítið stærri en Freswick-bjallan og augljóslega óskreytt og er talin vera
kúabjalla.17
Notkun og uppruni
Kristján Eldjárn ritaði um þá bjöllutegund, sem íslensku bjöllurnar
og bjallan frá Freswick tilheyra. Hann gat þess til, að þær hefðu verið
bornar um hálsinn, hugsanlega í sörvi.16 Kristján hafði enga ákveðna
skoðun á uppruna íslensku bjallnanna en giskaði á að þær ættu rætur
sínar að rekja til menningarlegra tengsla milli íslands og þeirra svæða á
Englandi, þar sem þær hafa fundist.19 Aftur á móti studdi Kristján Eld-
járn aldrei þá kenningu, að á íslandi liefðu verið umfangsmikil írsk
(keltnesk) áhrif, og allra síst fyrir komu norrænna manna.20 Hann
komst einnig að þcirri niðurstöðu, að vegna skorts á írskum hlið-
stæðum við fyrrnefnda tegund af smábjöllum, og vegna þess að þær
fyndust í heiðnum kumlum á íslandi, væri ekki hægt að tala um írskan
uppruna bjallnanna.21
14. Upplýsingar vcittar af Dominic Twcddle, York Archaeological Trust.
15. Marshall, D.N.: Rcports on Excavations at Littlc Dunagoil. Trans. Butshire Nat. Hist.
Soc., XIV (1964), bls. 48, 52 og pl. 18.
16. Goodall, A.R.: Objects of copper Alloy and Lcad, í Bcresford. G.: Goltho, the deve-
lopment of an early medieval manor c. 850-Í150. (London, English Hcritage Archaeol.
Rep. 4, ed. J. Geddes), bls. 171-76.
17. King, A.: Gauber High Pasture, Ribblehcad-an interim rcport. í Hall, R.A. (ed.):
Viking Age York and the North. (London, Counc. Brit. Archacol. Rcp.), bls. 27, 1978.
18. Kristján Eldjárn, op. cit., tilvitnun 8, bls. 330-32.
19. Kristján Eldjárn: Bjöllurnar frá Kornsá og Brú. Árhók hins íslenzka fornleifafélags 1966
(Reykjavík 1967), bls. 70.
20. Kristján Eldjárn: Skriftlige og arkæologiske vidnesbyrd om Islands ældste bebyggelse.
Nyt fra Odense Universitet, August 1974, bls. 11.
21. Kristján Eldjárn, op. cit. í tilvitnun 8. bls. 332.