Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 104
108
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
5. mynd. íslenskar bjölhir. Talið frá vitistri: bjaiian frá Brú, bjallan frá Kornsá og bjallan frá
Vatnsdal í Patreksfirði. IAV2. Ljósm.: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.
Aftur á móti hefur sagnfræðingurinn A.P. Smyth lialdið því fram, að
kumlið í Vatnsdal í Patreksfirði innihaldi muni, sem sýni jafnt heiðin
sem kristin áhrif, og telur gripina benda til tengsla við Suðvestur-Skot-
land eða Cumbria, og hugsanlega tengda flutningi fólks úr Suðureyjum
fyrir eða eftir norrænt landnám á íslandi.22 Athyglisvert er að Smyth
kallar íslensku bjölluna „litla brotakennda koparbjöllu, líklegast af
kristnum uppruna“, og telur hana upprunna á Norðvestur-Englandi,23
hugsanlega vegna hliðstæðu Vatnsdals-bjöllunnar við bjölluna frá
Meols.
Ef á að sýna fram á írskan uppruna þessarar gerðar af bjöllu á sann-
færandi hátt ættu að finnast hliðstæður á írlandi. Pað eru hins vegar
engin haldbær tengsl milli bjallnanna, sem fundist hafa á írlandi og
þeirrar tegundar, sem t.d. hefur fundist á íslandi. Nýlega hafa fundist
bjöllur við Christ Church Place í Dublin,24 en þær eru ekki af sömu
gerð og Freswick-bjallan eða íslensku bjöllurnar.25 Aðrar litlar bjöllur,
sem fundist hafa á írlandi líkjast alls ekki Freswick-gerðinni.26 Fjarvera
nákvæmra írskra hliðstæðna við Freswick-bjölluna og íslensku bjöll-
urnar gæti bent til að leita ætti að uppruna þeirra annars staðar en á ír-
landi. En þar sem ekki er hægt að segja með vissu fyrir um uppruna
22. Smyth, A.P.: Warlords and Holy Men. Scoúand AD 80-1000 (London 1984), bls. 163.
23. Sami, bls. 223.
24. E122:12955 og E122:15938.
25. Upplýsingar veittar af Pat Wallace, National Museum of Ireland.
26. Upplýsingar veittar af E.P. Kelly, National Museum of Ircland.