Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 110
114
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
væri að telja upp hér. Meðal þeirra er
jólahafurinn á Norðurlöndum, og að
mínu áliti einnig jólakötturinn hér á
landi.
Hvernig púkinn hefur klofnað í mis-
munandi afleiddar myndir á vafalaust
að miklu leyti rætur sínar að rekja til
þess ruglings sem skapaðist í sambandi
við jólasiði á 16. öld, þegar mótmæl-
endur gerðu gangskör að því að kveða
niður dýrlingatrú katólskunnar. Þá
fundu mótmælendur meðal annars upp
á því, að láta Jesúbarnið taka við hlut-
verki heilags Nikulásar, að færa börn-
unum gjafir, þannig að gjafir til barn-
anna voru nú látnar tengjast fæðingu
Jesú, og í þeim félagsskap var púkanum
að sjálfsögðu algerlega ofaukið.4
En vinsældir þeirra Nikulásar meðal
almennings voru slíkar, að ógerlegt
reyndist að útrýma þeim með tilskipun-
um. í stað þess að hverfa af sjónarsvið-
inu og falla í algera gleymsku, blönduð-
ust þeir einfaldlega saman við aðra jóla-
siði sem fyrir voru á hverjum stað, og
fengu þá stundum alveg ný hlutverk og
gátu þannig birst í hinum furðulegustu
myndum. Hvert og eitt þessara klofn-
ingshlutverka er raunar merkilegt rann-
sóknarefni, sem hvergi nærri hafa verið
rakin til hlítar og skal hér því aðeins
stiklað á nokkrum atriðum sem tengjast
þessari frásögn.
Ágætt dæmi um þennan bræðing er
að finna í jólasiðum sem tengjast heilagri Lúcíu. í Svíþjóð mun hlutverk
Nikulásar að nokkru leyti hafa flust yfir á Lúcíu, sennilega með þýskum
innflytjendum á 17. eða 18. öld. En Lúcía hafði áður þótt vera hið versta
forað, í ætt við Lúcífer, og gæti þess vegna vel verið eitthvað skyld
Mynd 2. Gömul glansmynd af heilögum
Nikulási í biskupsskmða, en rauða
biskupskápan er fyrirmyndin að hinum
rauða búningi alþjóðlega auglýsinga-
(jóla)sueinsins.
4. Árets fester, bls. 201.