Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Síða 111
JÓLAKÖTTURINN OG UPPRUNI HANS
115
henni Grýlu okkar, eins og Árna hefur raunar líka dottið í hug. Lúcíu-
nóttin, sem nú ber upp á 13. desember, var upphaflega lengsta nótt árs-
ins samkvæmt júlíanska tímatalinu og þá nótt brugðu myrkraöflin vit-
anlega á leik. Þess má einnig geta að í fylgd heilagrar Lúcíu var oft
grímubúin vera sem lék púka.
Djöflakötturinn, hinn týndi hlekkur
Púkinn hans Nikulásar er að minnsta kosti til í tveimur afleiddum
myndum á Norðurlöndum. Sú þekktari er jólahafurinn, og alkunna er
að klaufir hans og horn hafa löngum verið talin einkenni púka og
djöfla.
En það er hin afleidda myndin sem er mikilvægari í því sem hér er
til umræðu og er rétt að huga betur að henni. Það kemur nefnilega í ljós
að púkinn hefur líka verið til í kattarlíki víðar en á íslandi, og þá fara
nú tengslin við jólaköttinn nokkuð að skýrast.
Rétt er rekja þetta aðeins nánar. Á meginlandi Evrópu var það gömul
trú, að Djöfullinn og púkar hans birtust gjarnan í kattarlíki, og í Hol-
landi er einmitt eitt af mörgum heitum Djöfulsins „Duivekater" sem
þýðir nánast djöflaköttur, eða köttur djöfulsins, og margt bendir til þess
að það hafi verið eitt af uppnefnum púkans sem fylgdi heilögum Niku-
lási.5
Eins og áður sagði varð mikil uppstokkun og blöndun á jólasiðum
eftir siðaskiptin, og upp frá því hafa þeir Nikulás skotið upp kollinum
í ýmsunr myndum.
í Hollandi og Þýskalandi tóku menn t.d. upp á því, að baka sérstakt
brauð sem nefnt var „Duivekater", og borðað var fyrir jólin. Þannig
verður púkinn þarna áð táknrænu brauði.
Þetta brauð barst síðan með innflytjendum til Svíþjóðar, og er þar
sama brauðið og heilög Lúcía er látin bjóða upp á á Lúcíudaginn 13.
desember. Enda nefnist þetta brauð þar í landi „Dövelskatt", eða „Lusse-
katt“, eins og nú er algengast.
Þetta samhengi milli brauðsins og púkans verður reyndar alveg
rökrétt, ef maður minnist þess að hlutverki Nikulásar hafði að nokkru
leyti verið velt yfir á Lúcíu, eins og áður sagði. Púkinn og Nikulás
fylgjast þar enn að, þó að í breyttri mynd sé.
Ég tel að þarna sé einmitt kominn týndi hlekkurinn sem vantaði til
þess að tengja jólaköttinn okkar við uppruna sinn, því að það virðist
5. Árets fester, bls. 174-175.