Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Síða 122
126
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þessir götupaldrar enn að félli aska yfir þá nú færi á sama hátt, það
sýndi framvegis þær mishæðir, sem í landslaginu eru. Öskulagið frá
gosinu mikla í Öræfajökli 1362 er þarna slitrótt, en þó vel greinanlegt.
Það er langöruggast til viðmiðunar, þegar reynt er að tímasetja þá
atburði, sem hér er fjallað um. Nánar varðandi öskulögin, vísast til
greinar minnar í Árbók 1985, bls. 131. Um 16—18 cm neðan við Öræfa-
jökulslagið er gráleitt öskulag, sem hér er um allt. í þessu sniði er það
vel 2 cm þykkt og fer niður í göturnar, sem því voru til þarna þegar
askan féll. Sigurður Þórarinsson (1981) telur að það hafi skeð „nálægt
miðbiki 13. aldar og freistandi að telja það myndað í því gosi árið 1245,
sem fornir annálar kenna við Sólheimajökul." Fyrir milligöngu og
aðstoð Lárusar Guðjónssonar jarðfræðings hef ég nú fengið C14 aldursá-
kvörðun á gróðurleifum við þetta öskulag, en sú ákvörðun var gerð af K.
van der Borg við J. van der Graff Laboratorium í Utrecht í Hollandi
(UtC 527), og eru öllum hlutaðeigandi færðar bestu þakkir fyrir. Aldur
þessara gróðurleifa og þar með gráa öskulagsins reyndist 870± 80 ár
BP, sem þýðir að askan hefur fallið innan marka tímabilsins 1170-1250.
Fer þá nærri um álit Sigurðar. Neðan við þetta öskulag er svo hvert
öskulagið af öðru og öll svört niður á 1,2 m undir yfirborði. Neðsta
lagið, sem á áberandi hátt beygir niður í göturnar er um 28-32 cm
þykkt á þessum stað og er blandað vikur- og öskulag, sem ég tel nær
fullvíst að sé komið frá gosi í eldstöðvunum við Leiðólfsfell (Jón Jóns-
son 1985), enda hafa margendurteknar smásjárrannsóknir á öskunni,
gerðar af sjálfum mér og öðrum, staðfest að askan er af sömu gerð og
samsetningu og aska frá Skaftáreldum, Rauðhólum og Hálsagígum og
auðþekkt frá ösku af Kötlu-Eldgjársvæðinu. Afstaða þessa öskulags til
gráa lagsins og Öræfajökulslagsins er ávallt hin sama, við Leiðólfsfell,
í Tólfahringum, við Réttarfell og niður um alla Skaftártungu. f þessu
sniði við Ófæru eru öskulögin regluleg og meira eða minna lárétt eftir
að niður fyrir þetta stóra öskulag kemur. Reynt er að sýna þetta á
mynd, sem teiknuð er eftir ljósmynd. Þetta er langþykkasta öskulagið
ofantil í jarðvegi á þessum slóðum og oftast er yfirborð þess í um 90—
110 cm undir yfirborði lands. Sjálft er það víðast hvar 30-36 cm, en
fyrir kenrur að það fer yfir 40 cm, en líka er það sums staðar talsvert
þynnra. Nær alls staðar er það tví- eða þrískipt, þannig að grófur vikur
og fín aska skiptast á. f áður nefndri grein lét ég þess getið að gróður-
leifar undan þessu öskulagi væru í aldursákvörðun. Svo undarlega vill
þó til að margendurteknar greiningar gefa niðurstöður, sem með engu
móti fá staðist þar eð þær sýna órýmilega lágan aldur. Á þessu geta sér-