Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Qupperneq 131
NORRÆNAR FORNMINJAR A L’ANSE AUX MEADOWS
135
hvíldar og vetursetu áður en aftur var haldið til Grænlands, eða áður en
landkönnun væri haldið áfram næsta sumar.
Um það bil einum kílómetra norðan við búðirnar er L’Anse aux
Meadows, lítið þorp þar sem enskumælandi fiskimenn hafa átt heima
síðan 1850. Frá því á 16. öld og fram til 1904 héldu franskir fiskimenn
til þarna tíma og tíma í scnn; leifar af verbúðum þeirra á Beak Point eru
nú svo til horfnar. Fyrir þeirra daga höfðu indiánar og eskimóar verið
á þessum slóðum í meira en 5000 ár. Þegar norrænir menn komu þarna
einn góðan sumardag einhvern tíma um árið 1000 voru þeir hvorki þeir
fyrstu né þeir síðustu sem tóku heima á L’Anse aux Meadows. Inn-
fæddir menn sem þarna bjuggu voru bæði af kynþáttum eskimóa og
indíána, allt frá indíánum sem eru nefndir Maritime Archaic og fólk
sem kennt er við Groswater (sem hugsanlegt er að hafi verið eskimóar)
á síðustu þúsund árunum fyrir Krists burð og til miðs Dorsets á
árunum átta hundruð til fimm hundruð fyrir Krists burð, en síðar
komu a.m.k. tvcir og e.t.v. þrír ættflokkar indíána, og hefur einn þeirra
verið þar á sama eða svipuðum tíma og norrænu landkönnuðirnir.
Þannig vitum við með vissu, að hafi norrænir menn einhvern tíma
komist í kast við skrælingja á L’Anse aux Meadows, þá hafa þeir skræl-
ingjar verið indíánar, en ekki eskimóar.
Sú byggð sem nú er á L’Anse aux Meadows liggur norðan megin á
Beak Point við Medée flóa sem er djúpur, en leifar norrænu búðanna og
mestur hluti mannvistarleifa innfæddra eru á sunnanverðu nesinu á
ströndum Épaves flóa sem er grunnur. Innfæddir kusu hýbýlum sínum
stað á sjálfri ströndinni, en norrænir menn héldu sig frá stormbarinni
sjávarströndinni, hér eins og á Grænlandi og á íslandi, og byggðu sín
hús um 200 metrum frá fiæðarmáli. Þeirra hús standa í röð á mjórri af-
líðandi brekkubrún, og liggur að henni sjávarmegin mýrardæld með
stargresi, sem lítill lækur hlykkjast um á leið til sjávar, en að austan
hækkandi mýrarmóar grónir mosaþembum. Fyrir norðan er grasi gró-
inn bali, en í suðri hefur þétt einikjarr (tuckamore) leitað í skjól við klettaás
sem rís 30 metra yfir búðirnar. Öll vestari brekkubrúnin er undirlögð
af húsaröðinni. Aðeins eitt húsanna, lítil smiðja, stendur stakt, spölkorn
frá hinum, handan við lækinn og nær ströndinni.
Öll húsin voru byggð úr torfi með timburgrind að innan, og var torf
bæði í þaki og veggjum. Bæði liafa verið notaðir strengir, hnaúsar og
klömbrur í byggingarnar. Flestir veggir voru tvíhlaðnir með sandi og
möl sem fyllingu og styrktir með strengjatorfi sent var lagt þversum,
en ytri og innri hleðsla úr hnausum og strengjum. Þetta er sama bygg-
ingarlagið og tíðkaðist á íslandi og Grænlandi, og var fyllingunni í