Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Qupperneq 133
NORRÆNAR FORNMINJAR Á L’ANSE AUX MEADOWS
137
í sömu röð og þau voru grafin upp; þessi auðkenni verða notuð hér á
cftir. Hús A, D og F eru íveruhús, hús E og G verkstofur og hús B var
bæði notað sem íveruhús og verkstofa. Hús C hefur e.t.v. verið birgða-
skemma. Húsin eru byggð í þremur samstæðum sem hvcr um sig er
með íveruhúsi og verkstofu. í samstæðunni sem stendur næst læknum,
A-B-C-samstæðunni, er cin aukabygging, það er hús C. Og eins og
áður er getið stendur smiðjan litla ein út af fyrir sig nokkurn spöl frá
hinum húsunum.
A-B-C-samstœðan
í syðstu samstæðunni er stórt íveruhús, A, lítið hús, B, sem hefur
verið bæði íveruhús og verkstofa, og hús C, sem ekki er vitað hvað
hefur verið. f húsi A eru langveggir sveigðir út á við að miðju, en gafl-
veggir eru beinir. Langveggurinn að vestan var óreglulegur, þynnist til
norðurs og fylgir þar hækkandi undirstöðu. Aðaldyr voru á miðjum
langvegg sem snýr að brekkunni. Þetta hefur vcrið myndarlegt hús, alls
26,6 metra langt að innanmáli. Því hefur verið skipt í fjórar vistarverur,
allar í röð, með samanlögðu gólfrými um 100 m2. Þrjár þessara vistar-
vera hafa verið hvorttveggja í senn svefnhús og dagstofur, sem sést af
því að þar hefur verið langeldur á miðju gólfi og setbekkir úr viði utan
með veggjum, sem einnig hafa verið notaðir sem hvílurúm. Fjórða vist-
arveran var verkstofa, og í henni fannst meira en 70% af öllum minjum
á svæðinu, en næstum helmingur þess var gjall. Þar af er ljóst, að í
þessum hluta hússins hafa verið stundaðar snn'ðar. Þetta er í fullu sam-
ræmi við það sem tíðkaðist á vestur-norrænu menningarsvæði, þar sem
smiðjur voru oft undir sama þaki og íveruhúsin (sjá Myhre o.fl. 1982:
328-31, 353; Laing 1975: 193). Aflgrófir voru oft nálægt dyrum (Olsen
and Schmith 1977: 138), og þess konar gróf er að finna rétt við dyrnar
til vinstri þegar gengið er inn.
Hús B er lítið ferhyrnt hús. Eins og í mörgum litlum norrænum
húsum var eldstæðið ekki á miðju gólfi, heldur við annan gaflinn, í
þessu húsi við suðurgafi. Eldstæðið var grunn gryfja í gólfinu og var
stór steinhella fyrir innan það til að verja vegginn fyrir eldinum. Jafn-
langt frá húshlið og grófin og 40 cm norðar var eldstæði úr steinum,
sem líklega hefur verið notað við matseld, enda þótt stórt stykki af
smiðjugjalli hafi fundist í því. Við hinn enda hússins var seyðir, búinn
til úr mýrarrauða, með lítilli glóðarholu við barminn, og nær gaflinum
hefur líklega verið sár, að því cr helst verður ráðið af förum í jarðveg-
mum.