Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 134
138
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Hús C var kringlótt nicð borghlöðnu þaki (strympa) og vissu dyrnar
að húsi A. I því var ekkert að finna nema viðarkoladreif innar í húsinu.
Óvíst er til hvers það var notað, en hugsanlegt er að það hafí verið
birgðageymsla, því að ckki hefur verið hægt að benda á ncitt slíkt hús
í þessari samstæðu.
D-E-samstœðan
D-E-samstæðan er minnst. íveruhús í henni, hús D, er einungis 15,5
m á lengd að innanmáli og er skipt í þrjár vistarverur, þar af I og III
hvor við annars enda, en II útbygging við þá lilið sem snýr að sjónum.
Langveggir á þessu litla húsi cru einnig sveigðir út á við um miðju, en
gaflveggir beinir. Einar dyr eru á eystri langvegg rétt við suðurhornið
og vita að brekkunni. Aðrar dyr eru á útbyggingunni og vita að mýr-
inni. Stærsta vistarveran, III, var bæði svefnhús og dagstofa. Vistarvera
I var birgðageymsla, en útbyggingin sjávarmegin II, var verkstofa,
byggð við sjálfan jaðar mýrarinnar. Hcr er vitnisburð um mannlíf
fremur að finna í sorphaugi utandyra en inni í húsunum. (Þessi munur
stafar af ólíkum skilyrðum til varðveislu, vegna þess að munir úr tré
geymdust í votri mýrinni, en eyddust inni í húsunum þar sem var þurr-
ara.) Mörg hundruð spýtnabrot með mannaverkum fundust hér. Mest
af þessum viðarleifum var úrgangur sem hefur fallið til við trésmíði,
einkum höggspænir sem hafa orðið til þegar verið var að höggva til og
búta planka og trjáboli. Fullsmíðaðir hlutir voru fáir. Á mcðal þeirra
var fjalarbútur sem giskað hefur verið á að væri botnfjöl úr litlum báti
(A.E. Christensen, í samtali við C. Lindsay). Á fjölinni eru tvö göt
fyrir trénagla og er annar naglinn enn á sínum stað, festur með litlum
fleyg sem hefur verið rekinn í hann að ofan. Fjölin sjálf er úr greni, en
trénaglinn annaðhvort úr skoskri furu eða rauðfuru. Hvorug þessara
síðastnefndu viðartegunda vex á Nýfundnalandi, og skosk fura barst
ekki til Ameríku frá Evrópu fyrr en löngu síðar. Því miður er frumu-
bygging þessara tveggja furutegunda svo lík að það er í raun ógern-
ingur að greina þær að. En ef trénaglinn er úr sko'skri furu hlýtur hann
að vera upprunninn í Evrópu. Á meðal annarra hluta er endi af einhvers-
konar skrautverki, einnig úr skoskri furu eða rauðfuru, fótlaga viðar-
bútur, sem ekki er vitað hvað var, og röng úr báti. Sameiginlegt öllum
þessum hlutum er að þcir höfðu skemmst og verið hent, en nýtt senni-
lega smíðað í þeirra stað í eða utan við hús D. Trénaglar sem fundust
hér og hvar á svæðinu og langar grenirætur undnar upp í vöndul til síð-
ari nota benda einnig til að nýir hlutir hafi verið smíðaðir hér. Viðar-