Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Side 136
140
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
saumnum hafði verið hlutað í sundur með vilja. Leggurinn hefur verið
klipptur og róin höggvin þvert yfir með meitli svo að hægt væri að losa
um sauminn og ná honum úr. Alls hafa fundist samanlagt meira en 52
brot úr rónöglum á öllu svæðinu og þar af hafa livorki meira né minna
en 47 fundist í F-G-samstæðunni; af þeim voru 29 í eða við hús VI.
Svipað var uppi á teningnum á stað þar sem gert var við skip á mark-
aðnum við Paviken á Gotlandi (Lundström 1981: 75-9). Ekki virðast
naglarnir margir fyrr en borið er saman við það sem fundist hefur í
vestur-norrænum fornminjum almennt. Varla kom fyrir að járnnaglar
væru notaðir í vestur-norrænum byggingum, þar sem hurðir, húsgögn,
þiljur og viðir voru fest saman með trénöglum eða grópuð saman (sjá
Roussell 1936: 24, 78; Rolfsen 1974: 92), og rónaglar eru fremur sjald-
gæfir í íslenskum og grænlenskum fornminjafundum. Þar sem naglar
og skipssaumur finnst til jafnmikilla muna og á L’Anse aux Meadows
er það ævinlega í tengslum við staði þar sem skipasmíði var stunduð,
bæði lagfæringar og nýsmíði (sjá sama rit), eða þar sem byrðingar skipa
hafa verið hafðir fyrir eldivið (Hamilton 1956: 116). í viðbyggingunni,
VI, fannst minna af viðarkolum en í nokkurri annarri vistarveru í húsi
F, og er ljóst þar af, að rónaglarnir geta ekki verið þar vegna þess að
þar hafi skipaviði verið brennt, og klippti saumurinn er örugg bending
um að þessi bygging hafi verið skýli notað til að gera við skip. Mikill
fjöldi rónagla sem hélt saman byrðingsborðunum í norrænum skipum
vildi ryðga í söltum sjónum og þurfti oft að seyma upp, og er skiljan-
legt að slíkum verkum þyrfti að sinna á stað þar sem ekki varð komist
til eigin lands nema á skipum.
Hús G sem var dálítið minna en hús E var með eldstæði við einn
vegginn eins og það sem var í húsi B. Munir sem fundust hér voru
aðallega rónaglar úr járni, gjall og glæddur mýrarrauði. Það getur því
verið að það hafi að einhverju leyti verið notað í sambandi við skipavið-
gerðir þær sem fóru fram í húsi VI í F-samstæðunni sem hús G heyrir
til.
Niðurgrafln hús eins og hús E og G, með sérkennilegum eldstæðum,
eru mjög algeng á járnöld á Norðurlöndum og sérstaklega á víkingaöld.
Upphaflega voru þetta verkstofur, oftast ætlaðar konum, þar sem þær
unnu við standvefmn eða sátu og spunnu, saumuðu föt eða saumuðu
út. Þetta voru lítil hús sem auðvelt var að halda hlýjum, og vegna þess
að lítið var um matseld í þeim hafa þau líklega verið tiltölulega laus við
reyk; þau hafa þess vegna verið þægilegri að sitja í við vinnu sína en
stærri húsin.