Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 137
NORRÆNAR FORNMINJAR Á L’ANSE AUX MEADOWS
141
Smiðjan
Það sem einna forvitnilegast var af því sem fannst við L’Anse aux
Meadows var járngjallið. Á svæðinu er mikið af brúnjárnsteini eða
mýrarrauða, og greining sem hafði vcrið gcrð fyrir Ingstad-hópinn
(A.S. Ingstad 1977: 373, 424) virtist benda til að gjallið væri úrgangur
sem hefði fallið til við rauðablástur. Á árunum meðan á rannsókn stóð
á svæðinu var safnað meira en 10 kílóum af gjalli (og nokkur kíló hafa
sjálfsagt orðið eftir). Meira en 90% af þessu gjalli komu frá litlu húsi
spölkorn frá hinum húsunum, og er lækurinn á milli þess og annarra
húsa. Þegar járngjall finnst við uppgröft á Norðurlöndum jafnmikið og
hér er blástursgrófin sem það er komið úr undantekningarlaust undir
því eða rétt hjá. Þannig háttar einnig til á L’Anse aux Meadows, og
húsið sem hér um ræðir er raunar rauðablásturshús.
Rauðablásturshúsið er niðurgrafið líkt og hús E og G. Gagnstætt
þeim er þetta hús opið í annan endann og veit opið að mýrinni,
nákvæmlega eins og gerist um samskonar hús í Noregi (sjá Martens
1972: 98). Opið hefur gert það að verkum að hitinn frá ofninum hefur
verið þolanlegri fyrir þá sem unnu við hann. Ofninn sjálfur var lítið
annað en grunn hola fóðruð að innan mcð leir og ofan á henni umgjörð
úr hellum með leir í samskcytunum. Ofninn var um það bil á miðju
gólfi. Þegar blæstrinum var lokið var umgjörðin brotin og járnið tekið
úr holunni, en brotum úr umgjörðinni var kastað niður brekkuna í átt
að læknum ásamt miklu af gjalli. Síðan var blástursgrófm sjálf notuð
aftur.
Skammt suðvestur af rauðablásturshúsinu fann Ingstad-hópurinn
viðarkolagröf sömu gerðar og fundist hafa hundruðum saman í Noregi
(sjá Martens 1972: 98; Johansen 1973: 88), og hafa einnig verið við lýði
á íslandi til þcssa dags (Friðgeirsson 1968). Viðarkol þau sem hér voru
sviðin voru notuð við rauðablásturinn.
Forvörsludeild Parks Canada í Ottawa gerði alhliða málmfræðilega
rannsókn á öllum járnmálmi frá L’Anse aux Meadows og hefur komist
að þessum niðurstöðum:
Af öllu gjalli sem hefur fundist cru um það bil 33% bræðslugjall,
14% smíðagjall, 22% sindur cða gjall úr leirfóðringunni í blástursgróf-
inni, 17% torbræddur leir, en afgangurinn varð ekki grcindur (Unglik
og Stewart 1979).
Hitinn í bræðsluofninum hefur verið milli 1150 og 1200 gráður á
celsíus, cfnabreytingin bein súrefnislosun (afoxun).
Járnið sem var brætt var mýrarrauði tekinn á staðnum.