Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 156
160
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
anna hefur oft verið grafið jarðlagasamhengi sem ekki hefur verið
skráð. Þar eru því eyður í sniðunum merktar með orðum eins og „ut-
grávning ’71—’72“ eða „utgrávning ’72“ eða „utgrávning ’79—’80“, það
er grafið burt 1971, 1972, 1979 og 1980. Þarna er því um skertan vitnis-
burð að ræða og verður að skrifa skerðinguna á reikning rannsakand-
ans.
Þessi skerðing jarðlagavitnisburðarins verður sérlega bagaleg hvað
varðar tvær gryijur inni í tóftum nr. VIII og II, en í þeim voru viðarkol
sem tekin voru til geislakolsgreiningar. Reyndist aldur annars sýnisins
(U—4402) með tveimur staðalfrávikum frá árunum 785-1155, hins sýn-
isins (U-2537) með tveimur staðalfrávikum frá árunum 1290-1445. Á
grundvelli þessara aldursgreininga taldi Margrét, eftir á eins og hún
getur um á blaðsíðu 46, að gryfjur þessar hefðu verið gerðar síðar en
tóftirnar sem þær voru í. Nú vantar öll jarðlagasnið til að sýna fram á
réttmæti þessarar ályktunar. Vel getur verið samkvæmt þessum geisla-
kolsgreiningum að a.m.k. eitthvað af húsunum í Herjólfsdal hafi staðið
uppi á 14. og jafnvel 15. öld. Héðan af verður ekki skorið úr því með
neinni vissu því að jarðlagavitnisburðurinn ofan á kolagryfjunni hefur
verið grafinn burt, sjá sniðteikningu á blaðsíðu 51, merkta bókstafnum
b. Ég vek athygli á því að jarðlagavitnisburð vantar einnig ofan á aðrar
gryfjur sem önnur geislakolssýni hafa verið tekin úr, sjá blaðsíðu 51 og
52.
Skortur á skráðu jarðlagasamhengi ofan á sýnatökustöðuin í rúst-
unum rýrir mjög heimildargildi rannsóknarinnar og torveldar tímasetn-
ingu fornminjanna í Vestmannaeyjum. Það er ekki sama hvernig og
hvar sýni eru tekin til geislakolsaldursgreiningar í fornminjum. Niður-
stöður níu geislakolsaldursgreininga á sýnum úr rústunum í Herjólfsdal
leika á árabilinu 545-1445 með tveimur staðalfrávikum, sjá blaðsíðu 46.
Skráningu á uppruna sýnanna er áfátt.
Þessar aðfinnslur eru mjög alvarlegs eðlis frá fornleifafræðilegu sjón-
armiði. Fornleifarannsóknin virðist ekki nægilega trygg tæknilega til
þess að unnt sé að tímasetja fornleifarnar með vissu.
Ég get ekki stillt mig um að benda á atriði sem rannsóknirnar í Vest-
mannaeyjum hafa leitt í ljós og telja má til nýmæla í íslenskum forn-
leifarannsóknum. Þó gerir Margrét Hermanns-Auðardóttir ekki mikið
úr þeirri athugun og aðeins hluti af henni er sýndur á fullnægjandi hátt
í ritinu. í ljós kom að í viðarkolasýnum þeim sem tekin voru til geisla-
kolsaldursgreiningar í Vestmannaeyjum virtist stundum allt að helmingi
eða meira en helmingur af kolunum gerður úr erlendum viði, úr barr-