Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Síða 162
166
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
staðsetning þeirra verður ónákvæm. Stundum vantar skýringar við sum
táknanna í sniðunum (t.d G-H snið) og oft vantar ofan á sniðin. Á
táknalista kemur í ljós að sama tákn er notað yfir Kötlulagið K-5000 og
K-1485. Þetta kemur spánskt fyrir sjónir og kemur sér illa, er meta á
aldur rústanna. Ekkert er minnst á K—1000 lagið. Mjög hefði verið til
bóta að skrifa skýringar með smáu letri inn í sjálf sniðin.
Yfirleitt eru ljósmyndir af munum góðar þótt betra hefði verið að
hafa mælikvarða með á myndunum sjálfum. Sérstaklega er það áberandi
á blaðsíðu 48, þegar mælikvarði myndanna er misjafn. Á þessum
myndum eru hlutir, sem fundust í svonefndu „wood-chip layer“ á
Suðurgötu 3—5. Á blaðsíðu 49 er góð umfjöllun um tálgumynd, sem
þar fannst og leidd rök að því að þetta hafi líklega verið brúða. Gott
hefði verið að birta myndir til samanburðar af öðrum trébrúðum, t.d.
dúkkunni frá Baffinslandi, sem þarna er minnst á.
Grunnteikningar af lóð Suðurgötu 3—5 eru oft mjög óskýrar svo sem
teikning 66, sem er af smiðju og langhúsi. Ekki er þar annað að sjá en
steinaþyrpingu, sem erfitt er að átta sig á. Betra hefði verið að skrifa
skýringar á teikninguna, hafa hæðartölur og merkja inn jarðlög. í
kaflanum um Suðurgötu 3—5 eru teknar fyrir margar rústir á sömu lóð-
inni og þægilegt hefði verið að hafa skýringarmynd af rústunum í upp-
hafi hvers kafla. Þá hefði útlitsmynd af líklegu útliti húsanna verið mjög
til bóta. Sú skýring að ekki hafi verið hægt að endurmóta húsin vegna
þess að ekki hafi fundist neinar stoðarholur er ófullnægjandi (bls. 74).
Fleira getur gefið til kynna útlit hússins, svo sem viðarleifar, stærð
rústar og útbreiðsla gólfskánar. Einnig eru upplýsingar frá öðrum rann-
sóknum á íslenskri húsagerð mikilvægar við endurmótun húsanna.
Nokkrar rústir af smiðjum komu í ljós á Suðurgötu 3—5 og því hefði
mátt hafa þarna ítarlega umfjöllun um járnvinnslu. Á blaðsíðu 64—65 er
hins vegar góð umfjöllun um kljásteinavefstaðinn og hefði mátt sjá
meira af slíkri úrvinnslu. Einnig var fróðlegt að sjá þar mynd af kljá-
steinavefstað og kljásteinum er fundust við uppgröftinn (bls. 67).
Skráningarnúmer hlutanna eru höfð við myndirnar, sem auðveldar leit
að öllum helstu upplýsingum um þá aftast í fundalista. Myndir af
hlutum eru skýrar og vel unnar, en umfjöllunin um munina er að mestu
einföld upptalning. Ekki er leitast við að tímasetja eða rekja uppruna
munanna nema að mjög takmörkuðu leyti. Skýringar á hlutverki mun-
anna eru yfirleitt ágætar, þótt oft sé of varlega farið. Hefði mátt íhuga
meira hlutverk þeirra. Á blaðsíðu 106—107 er góð umfjöllun um leifar
korns er fundust í kornþró. Þar eru gerðir útreikningar á rúmmáli þess