Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Qupperneq 166
170
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
vctra keinur hann eitt sinn í Ijöru, þar sem fiskimenn koma að landi.
Þar var í afla þeirra tjögurra álna langur fiskur og lá í flæðarmáli. Hann
fær dregið fiskinn upp að áskorun fiskiinanna og eignast hann að
launum og drcgur hann síðan heim í tún til Syrpu fóstru sinnar.
Porgeir goða, móðurbróður drengsins grunar, hverjir séu réttir for-
eldrar hans. Pau Gestur og Syrpa játa að þau hafi fundið sveininn. Fer
hann nú heim á Eyri og gerist brátt hinn mannvænlegasti.
Haust eitt gekk Urðarköttur út sjö kvcld í röð og kom eigi inn fyrr
en langt var af nótt. Var hann þá að horfa á eld er hann sá til hafsins og
þóttist vita sem var, að þar væru menn í nauðum og hcfðu kveikt vita.
Hann fcr til og bjargar mönnunum. Voru þar norskir kaupmenn. Stýri-
maður hét Finnbogi. Deyr hann síðar hér á landi, en á banastund arf-
leiðir hann Urðarkött að öllum eignum sínuni og gcfur honum nafn sitt.
Finnbogi fer nú utan, vinnur í ferðinni mikil afreksverk. Er sú frásaga
öll hin ævintýralegasta.
Finnbogi lendir brátt í deilum er heim kemur. Uxi, kotbóndi í Heið-
arhúsum á Flateyjardalsheiði, reiddist Finnboga vegna hrossabeitar.
Lauk svo, að Finnbogi varð Uxa að bana.
Mágar Uxa á Brettingsstöðum hugðu á hefndir, sitja fyrir Finnboga
fimmtán saman, þegar hann er á heimleið að Eyri við annan mann.
Fylgdarmaðurinn, Hrafn litli, hleypur heim að Eyri til að fá liðsstyrk,
cn hann var frár mjög á fæti.
Finnbogi kemst á kamb cinn og verst þar. Lauk svo, að hann felldi
þar tólf menn. Þrír forðuðu sér sárir, er þeir sáu Ásbjörn koma með
sína menn.
Þau urðu málalok, að Finnbogi var gerður rækur úr Norðlendinga-
íjórðungi. Fluttist hann að Borg í Víðidal. Er þar einhver missögn, því
að Víðidalur er í Norðlcndingafjórðungi, sem kunnugt er.
Nú skal leitast við að bera saman frásögn og staðháttu. Er þar stuðzt
við sjálfsýn, einnig ritaðar hcimildir, einkum lýsingu Suður-Þingeyjar-
sýslu eftir Jón Sigurðsson.
Ekki þckkist bærinn Tóftir né neitt örnefni er til hans bendi. Hlíðin
inn af bænum Eyri nefnist Eyrarurð. Þar uppi er" hjalli í 200 m hæð.
Herma munnmæli að þar hafi bærinn staðið. Ununerki sjást þar engin,
enda ólíklegt bæjarstæði.
Bærinn á Eyri hét fyrrum Knarrareyri. Hann stóð vestan undir fjall-
inu skannnt frá sjó. Litlu utar er grjóthóll mikill við brekkurætur, Eyr-
arhóll. Hár malarkambur er við sæ sjálfan. Hvort tveggja skyggir á
sjávarsýn frá Eyri. Urðarköttur hefur því ekki getað séð vitann af
heimahlaði. Ef til vill hefur malarkamburinn hækkað, en hóllinn hlýtur