Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 168
172
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
fimmtán menn sátu fyrir þeim Finnboga tveimur saman. Fyrirliðar
voru þrír bræður frá Brettingsstöðum og tveir bræður frá Jökulsá.
Fram á Flateyjardalsheiði falla Jökulsár tvær niður úr austurhlíð og
ofan í Dalsá. Skammt fyrir sunnan Syðri-Jökulsá gengur grjótkambur
fram úr brekku í átt til árinnar. Þetta er Finnbogakambur. Langt er
þaðan út að Eyri, ckki skemmra en 15 km. Er það löng leið að sækja
lið og hefur þurft tii þess allnokkurn tíma, jafnvel þó að maður væri
fótfrár.
Finnbogakambur er grjóthryggur, nær 20 m langur, snarbrattur á
báðar hliðar, einkum þó fremst. Bergstrýta er á enda hans, þeim er veit
út til dalsins. Við kambinn lá vegurinn fyrrum niður að lægðinni sem
Dalsá rennur í. Þarna hefur verið gott fyrirsátarmönnum að leynast, en
þeir hafa ekki athugað að vígi er nálægt. Finnbogi hleypur fram kamb-
inn og hefur vafalaust klifið upp bergstandinn og varizt þaðan. Vígi er
þarna með eindæmum gott, miklu betra en öll önnur vígi sem forn-
sögur greina frá, „ok mátti einum megin at sækja“ segir í sögunni.
Þetta er rétt. Bergstrýtan er um 3 mannhæðir og má kallast ókleif nema
af kambinum, og þaðan verður að sækja að þeim er uppi verst. En
hryggurinn er svo mjór, að þaðan er vart sóknrými fleirum en tveimur.
Hefði því röskur maður getað varizt þarna lengi, en mannfall í sögunni
er auðvitað með ólíkindum.
Auðsætt er að höfundur hefur þekkt Finnbogakamb vel, hefur vafa-
laust skoðað hann, ef til vill með ritun sögunnar í huga. Hann veit að
ekki verður sótt nema einum megin að þeim er þar verst. Hann veit
einnig af drangnum. Finnbogi situr og verst er þeir Ásbjörn koma.
Enginn getur sitjandi varizt óvinum sem standa jafnhátt og hann.